Viðskipti erlent

Tónlist Arctic Monkeys og Adele fjarlægð af YouTube á næstu dögum

Bjarki Ármannsson skrifar
Hljómsveitin Arctic Monkeys er mála hjá Domino, sem ekki hefur samþykkt skilmála YouTube.
Hljómsveitin Arctic Monkeys er mála hjá Domino, sem ekki hefur samþykkt skilmála YouTube. Vísir/Getty
Eftir nokkra daga mun myndbandasíðan YouTube byrja að loka fyrir myndbönd þeirra tónlistarmanna sem ekki hafa samþykkt skilmála nýrrar áskriftarþjónustu vefsins. Brátt mun þjónusta vefsins breytast verulega þannig að notendur geta greitt mánaðargjald fyrir að hlusta á tónlist eða horfa á myndbönd á síma, tölvu eða spjaldtölvu, jafnvel án nettengingar.

Financial Times greinir hinsvegar frá því að ekki hafa öll útgáfufyrirtæki samþykkt skilmála þessa nýja fyrirkomulags YouTube. Meðal þeirra sem ekki vilja selja rétt á tónlist sinni, í það minnsta ekki á því verði sem YouTube býður, eru fyrirtækin XL Recordings og Domino. XL gefur meðal annars út tónlist Adele og The XX, á meðan Arctic Monkeys og Franz Ferdinand eru á samning hjá Domino. Öll tónlist þessara listamanna yrði því tekin út af YouTube ef samningar nást ekki áður en breytingarnar ganga í garð.

Í viðtali við Financial Times segir Robert Kyncl, viðskiptastjóri YouTube, að fyrirtækið muni hefja að loka fyrir myndbönd á næstu dögum og að nýja þjónustan verði prufukeyrð á næstunni.

„Við hefjum viljað fá alla til liðs við okkur, en við áttum okkur á því að það er ekki raunhæft markmið,“ segir Kyncl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×