Handbolti

Guðmundur og lærisveinar mæta Þýskalandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Getty
Dregið var í gær í riðla fyrir Heimsmeistaramót karla í handbolta sem fer fram í Katar í janúar á næsta ári. Dregið var þrátt fyrir að miklar deilur hafa verið um sæti Þýskalands á mótinu.

Líkt og Vísir hefur fjallað um undanfarnar vikur var sæti Ástralíu dregið til baka á mótinu og hljómuðu gildandi reglur svo að handknattleikssamband álfunnar sem ríkjandi Heimsmeistarar koma frá ættu að úthluta sætinu til þjóðar.

Evrópska handknattleikssambandið, EHF, hafði þegar tilkynnt að Ísland væri varaþjóðin frá Evrópu en á fundi var ákveðið að breyta reglunum til þess að Þýskaland kæmist inn á mótið. Hefur HSÍ kært úrskurðinn og bíða þeir enn svara frá IHF og EHF.

Þýskaland lenti í erfiðum riðli með Póllandi, Danmörku og Rússlandi og mæta þeir því lærisveinum Guðmunds Guðmundssonar á fyrsta stórmóti hans sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta.

Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis fær tækifæri til þess að hefna fyrir tap Íslands fyrir Bosníu í undankeppni Heimsmeistaramótsins á mótinu sjálfu. Þetta var ljóst eftir að Austurríki og Bosnía drógust saman í riðil .



A-riðill

Brasilía

Hvíta-Rússland

Katar

Síle

Spánn

Slóvenía

B-riðill

Austurríki

Bosnía Herzegóvína

Íran

Króatía

Makedónía

Túnis

C-riðill

Alsír

Egyptaland

Frakkland

Svíþjóð

Sameinuðu arabísku furstadæmin

Tékkland

D-riðill

Argentína

Barein

Danmörk

Pólland

Rússland

Þýskaland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×