Handbolti

Dagur tekur við Þjóðverjum á þriðjudag

Guðjón Guðmundsson skrifar
Dagur Sigurðsson var áður þjálfari austurríska landsliðsins.
Dagur Sigurðsson var áður þjálfari austurríska landsliðsins. vísir/getty
Samkvæmt fregnum þýskra fjölmiða í morgun, verður DagurSigurðsson næsti landsliðsþjálfari Þýskalands, en hann tekur við af Martin Heuberger sem var sagt upp störfum fyrr í sumar. Dagur verður kynntur til leiks á þriðjudaginn.

En eins og flestir vita fengu Þjóðverjar farseðilinn á heimsmeistaramótið frítt frá Alþjóða handknattleikssambandinu og því ljóst að Dagur mun stýra Þjóðverjum á HM í Katar.

Þar mæta Þjóðverjar meðal annars Dönum undir stjórn GuðmundarGuðmundssonar, fyrrverandi lærimeistara sínum. PatrekurJóhannesson verður þriðji íslenski þjálfarinn á mótinu, en hann stýrir liði Austurríkis.

Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar um síðustu helgi er samningur Dags, samkvæmt heimildum íþróttadeildar, til sex ára. Hann er uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir þrjú ár, en Degi er ætlað að byggja upp nýtt landslið sem á að hámarka árangur sinn að sex árum liðnum.

Líklegt þykir að Dagur klári tímabilið með Fücshe Berlín, en varaforseti þýska sambandsins, Bob Hanning, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Berlínarrefanna, stýrði ráðningu á nýjum landsliðsþjálfari.

Hann vill þó ekki að Dagur sinni þjálfun Füchse og Þýskalands samtímis og verður næsta leiktíð því væntanlega sú síðasta hjá Degi með refina.

Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensborg, mun í síðustu viku hafa hafnað þýska sambandinu og frá þeim degi var ljóst að Dagur var fyrsti kostur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×