Handbolti

Alfreð fær besta markvörð heims

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Niklas Landin er frábær markvörður.
Niklas Landin er frábær markvörður. vísir/getty
Niklas Landin, markvörður Rhein-Neckar Löwen og danska landsliðsins í handbolta, yfirgefur Ljónin eftir næsta tímabil og gengur í raðir Kiel.

Frá þessu er greint á Handball-World.com, en Landin, sem er 25 ára gamall, er af flestum talinn besti markvörður heims í dag.

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er hæstánægður með ákvörðun Danans, en Kiel hefur ekki verið í jafngóðum málum með markvörslu liðsins eftir að ThierryOmeyer fór heim til Frakklands.

„Það gleður mig að Niklas skuli velja Kiel. Hann er frábær markvörður. Við erum að endurnýja leikmannahópinn okkar og Landin er mikilvægur hluti af því,“ segir Alfreð Gíslason.

Niklas Landin varð Evrópumeistari með Dönum árið 2012 og varði mark Danmerkur í úrslitaleiknum á HM 2013 og á EM 2014 á heimavelli í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×