Golf

Tiger mættur á PGA-meistaramótið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tiger Woods verður vonandi með.
Tiger Woods verður vonandi með. vísir/getty
Tiger Woods er mættur á Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky þar sem PGA-meistaramótið hefst á morgun, en enn er óljóst hvort hann taki þátt í mótinu.

Það var Jason Sobel, fréttamaður á Golf Channel, sem fyrstur sagði frá því að Tiger væri mættur til leiks.

Tiger meiddist enn og aftur í baki eftir erfitt högg á annarri braut á WGC Bridgestone-mótinu á sunnudaginn og var fyrst haldið að hann væri úr leik næstu vikurnar.

Þessi frægasti kylfingur heims virðist vera búinn að láta vita að hann verði með ef hann getur, en hann spilar æfingahring ásamt sveifluþjálfaranum sínum Sean Foley klukkan 18.00 að íslenskum tíma.

Tiger getur enn dregið sig úr keppni, en frestur til þess rennur ekki út fyrr en tíu mínútum áður en hann á að hefja leik á morgun.

Joe LaCava, kylfusveinn Tigers, er búinn að vera á Valhalla-vellinum alla vikuna að taka hann út og undirbúa allt fari svo að Tiger verði með.

Vonast er til að Tiger gefi út endanlega ákvörðun í kvöld, eftir að æfingahringnum er lokið.

PGA-meistaramótið hefst á morgun á Golfstöðinni og verða allir fjórir keppnisdagarnir í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér.


Tengdar fréttir

Tiger vinnur ekki fleiri risatitla

Hörður Magnússon ræddi stöðuna á kylfingnum Tiger Woods við tvo sérfræðinga Golfstöðvarinnar í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld en Tiger varð að hætta keppni um helgina vegna bakmeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×