Sport

Aníta varð sjötta í sínum riðli - fer ekki í úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Vilhelm
Aníta Hinriksdóttir varð í sjötta sæti í sínum riðli í undanúrslitum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss.

Aníta kom í mark á 2:02.45 mínútum en hún fór í undanúrslitin á 2:02.12 mínútum í gær sem er aðeins betri tími. Þetta eru samt tvö bestu hlaup Anítu á tímabilinu.  

Aníta byrjaði hlaupið ágætlega vel eins og hún er vön en gaf eftir á lokasprettinum. Aníta var í þriðja sæti eftir fyrri hring en stífnaði upp í lok hlaupsins og horfði á forystuhópnum.

Aníta á ekki möguleika á því að komast í úrslitahlaupið en gæti enn endað meðal tólf efstu í þessari grein sem yrði besti árangur íslensk keppenda á EM í Zürich.


Tengdar fréttir

Bein útsending frá EM: Aníta varð í 11. sæti í 800 metra hlaupi

22. Evrópumótið í frjálsum íþróttum er í fullum gangi og það er hægt að fylgjast með mótinu í beinni á netinu í gegnum heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins. Aníta Hinriksdóttir hefur lokið keppni og endaði í 11. sæti í 800 metra hlaupi kvenna.

Aníta keppir í undanúrslitum klukkan 16.38

Aníta Hinriksdóttir keppir í dag í undanúrslitum á Evrópumeistaramótinu í frjálsum í Zürich í Sviss en hún tryggði sér sætið með flottu hlaupi í gær þar sem hún náði sínum besta tíma á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×