Handbolti

Dagur tekinn við þýska landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur Sigurðsson er nýr landsliðsþjálfari Þýskalands.
Dagur Sigurðsson er nýr landsliðsþjálfari Þýskalands. Vísir/Getty
Dagur Sigurðsson verður næsti landsliðsþjálfari Þýskalands. Hann var kynntur til leiks af Bernhard Bauer, forseta þýska handknattleikssambandsins, og Uwe Schwenker, nýjum forseta þýsku Bundesligunnar, í Leipzig nú rétt í þessu.

Dagur tekur við starfinu af Martin Heuberger sem mistókst að koma Þjóðverjum á HM 2015 í Katar. Þýskaland komst svo reyndar bakdyramegin á HM á kostnað Ástralíu.

Dagur skrifaði undir samning við þýska handknattleikssambandið til ársins 2017, með möguleika á framlengingu til 2020. Dagur mun þjálfa Füsche Berlin samhliða þýska landsliðinu út næsta tímabil.

Dagur, sem lék á sínum tíma 217 landsleiki fyrir Íslands hönd, er ekki ókunnugur landsliðsþjálfun, en hann stýrði austuríska landsliðinu á árunum 2008-2010.

Dagur tók við þjálfun Füsche Berlin 2009 og gerði liðið að bikarmeisturum í vor.

Fyrstu leikir Dags með þýska landsliðið verða gegn Sviss í september. Svo taka við tveir leikir gegn Finnlandi (30. október) og Austurríki (2. nóvember) í undankeppni EM 2016.


Tengdar fréttir

Tekur Dagur við Þjóðverjum?

Þýska tímaritið Der Spiegel greinir frá því að Dagur Sigurðsson, þjálfari Füsche Berlin, verði næsti landsliðsþjálfari Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×