Handbolti

Einar: Höfum ekkert heyrt frá IHF

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Einar Þorvarðarson
Einar Þorvarðarson Mynd/Vísir
HSÍ hefur hvorki heyrt frá Alþjóða handknattleikssambandinu (IHF) né Evrópska handknattleikssambandinu (EHF) en þetta staðfesti Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ við Vísi rétt í þessu.

Líkt og Vísir hefur fjallað um ákvað IHF að úthluta Þýskalandi sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar eftir að hafa dæmt Ástrala úr keppni. Var það gert þrátt fyrir að EHF hefði þegar tilkynnt að Ísland væri fyrsta varaþjóð frá Evrópu kæmi til þess að sæti myndi losna. Kom það forráðamönnum EHF á óvart þegar blaðamaður Vísis heyrði í þeim á sínum tíma.

HSÍ skilaði greinagerð til IHF og EHf þar sem krafist var þess að málið yrði endurskoðað og að Ísland skyldi fá sæti Ástralíu á Heimsmeistaramótinu. Þrátt fyrir að HSÍ hefði krafist svara undir eins hefur ekkert heyrst frá IHF né EHF en formaður og varamaður HSÍ sátu fund með Hassan Moustafa, formanni Alþjóða handknattleikssambandsins 6. ágúst síðastliðinn.

Tveimur vikum síðan hefur ekkert heyrst en þetta staðfesti Einar rétt í þessu.

„Við höfum ekkert heyrt, við erum að ganga á eftir svörum en við höfum ekkert heyrt eftir fundinn sem við sátum fyrir tveimur vikum. Við erum að reyna að fá svör en það síðasta sem ég heyrði af forsetanum og framkvæmdarstjóranum var að þeir væru mættir á Ólympíuleika Æskunnar sem fara fram í Kína þessa dagana,“ sagði Einar.


Tengdar fréttir

Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af

Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig.

Hvorki heyrst frá IHF né EHF

Þrátt fyrir að HSÍ hefði krafist svara fyrir miðnætti hafa engin svör borist frá IHF né EHF varðandi kröfu Íslands um að IHF dragi til baka ákvörðun sína um að úthluta Þýskalandi lausu sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar

Laug EHF að handboltaforystu Íslands?

Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ.

Svona var reglunum breytt hjá IHF

Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta.

Ísland á að fara dómstólaleiðina

Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla.

HSÍ krefst þess að Ísland fái sæti á HM 2015

Handknattleikssamband Íslands hefur krafist þess að Alþjóðahandknattleikssambandið dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015 og úthluti íslenska liðinu sætið líkt og evrópska handknattleikssambandið hafði lofað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×