Viðskipti erlent

Margir ætla að uppfæra í nýjan iPhone

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Fjöldinn allur af eigendum eldri iPhone eru sagðir bíða spenntir eftir því að iPhone 6 komi á markaði. Samkvæmt rannsókn ComScore í Bandaríkjunum segjast 46 prósent eigenda iPhone 3 ætla að uppfæra í iPhone 6.

Frá þessu er sagt á vef Forbes.

Þá segjast 43 prósent þeirra sem eiga iPhone 4 og 4s einnig ætla að festa kaup á nýja símanum.

Einungis þriðjungur iPhone 5 eigenda og fjórðungur iPhone 5s eigenda segjst ætla að uppfæra að þessu sinni. Fimmtán prósent þeirra sem eiga iPhone 5c stefna á að fá sér nýrri síma.

Apple mun halda kynningu eftir viku en gert er ráð fyrir því að nýi síminn verði kynntur þá og jafnframt verði gefið út hvenær hann muni birtast í hillum verslana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×