Handbolti

Átján marka sigur Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur hefur verið öflugur í byrjun tímabilsins.
Guðjón Valur hefur verið öflugur í byrjun tímabilsins. Mynd/Barcelona
Barcelona er enn með fullt hús stiga á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir risasigur á Fertiberia Puerto Sagunto á útivelli í kvöld.

Lokatölur urðu 27-45, en staðan í hálfleik var 11-20, Barcelona í vil.

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum, en markaskorið hjá Barcelona dreifðist vel þar sem allir útileikmenn liðsins nema einn komust á blað. Aitor Ariño Bengoechea var markahæstur í liði Börsunga með sex mörk.

Barcelona hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni með miklum yfirburðum, en til marks um það er liðið með 90 mörk í plús.


Tengdar fréttir

Öruggt hjá Barcelona

Spænska stórveldið Barcelona skellti sænska liðinu Alingsas á útivelli í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Barcelona.

Guðjón Valur með átta mörk í stórsigri

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Barcelona í 42-25 sigri liðsins á Aragón í kvöld í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Ætlum að vinna alla titla sem eru í boði

Kolding hefur gengið flest í haginn síðan landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tók við. Hann stefnir á að vinna alla titla sem í boði eru í vetur, þrátt fyrir mikil meiðsli. Aron kveðst ánægður með ástandið á íslensku landsliðsmönnunum.

Þetta er einstakur klúbbur á allan hátt

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var fljótur að stimpla sig inn hjá spænska handboltastórveldinu Barcelona í Katalóníu. Hann skoraði átta mörk í leiknum um Ofurbikarinn á Spáni og segir tilfinninguna að klæðast þessari frægu treyju vera mjög góða.

Barcelona lagði Wisla Plock

Spænska stórliðið Barcelona lagði pólska liðið Wisla Plock 30-25 í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag á heimavelli.

Guðjón Valur öflugur í öruggum sigri

Guðjón Valur Sigurðsson var meðal markahæstu manna Barcelona í öruggum 34-18 sigri á Eyjaálfumeisturunum á heimsmeistaramóti félagsliða í Katar.

Guðjón og félagar heimsmeistarar

Barcelona, með Guðjón Val Sigurðsson í broddi fylkingar, tryggði sér í kvöld heimsmeistaratitil félagsliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×