Handbolti

Dujshebaev ráðinn landsliðsþjálfari Ungverjalands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dujshebaev bíður erfitt verkefni að koma Ungverjalandi á ÓL 2016.
Dujshebaev bíður erfitt verkefni að koma Ungverjalandi á ÓL 2016. Vísir/Getty
Talant Dujshebaev verður næsti þjálfari ungverska landsliðsins í handbolta. Hann skrifaði undir samning til 31. janúar 2017 í dag.

„Það er mikill heiður að taka við stórveldi eins og Ungverjalandi. Ég vil þakka ungverska handknattleikssambandinu fyrir að treysta mér,“ sagði Dujshebaev þegar hann var kynntur til leiks í dag.

„Það verður erfitt að komast á Ólympíuleikana í Ríó 2016, en við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að það takist.“

Dujshebaev tekur við starfinu af Lajos Mocsai, en Ungverjalandi tókst ekki að tryggja sér sæti á HM 2015 í Katar. Dujshebaev verður þó áfram þjálfari pólska liðsins KS Vive Targi Kielce, en hann er með samning við félagið til ársins 2016.

Fyrstu leikir Ungverjalands undir stjórn nýja þjálfarans verða í undankeppni EM 2016 í lok október.

Dujshebaev, sem var tvisvar valinn besti leikmaður heims, gerði Ciudad Real þrívegis að Evrópumeisturum á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Dujshebaev enn að kýla í pung þjálfara | Myndband

Það sauð upp í úrslitaleik Kielce og Wisla Plock í pólska handboltanum í gær. Þórir Ólafsson var tekinn hálstaki og Talant Dujshebaev hélt áfram að kýla í pung þjálfara andstæðinganna.

Dujshebaev fékk fjögurra leikja bann fyrir punghöggið

Talant Dujshebaev virðist ekki læra af mistökum sínum en hann var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann af pólska handknattleikssambandinu fyrir að hafa slegið þjálfara Wisla Plock í punginn eftir leik liðanna í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×