Viðskipti erlent

IKEA sleppir skrúfum og pinnum í nýrri vörulínu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hér sjást starfsmenn IKEA í Svíþjóð skoða tappana.
Hér sjást starfsmenn IKEA í Svíþjóð skoða tappana.
Bráðum verður óþarft að eyða löngum kvöldstundum við að skrúfa saman IKEA skápa, líklega mörgum til gleði. Fyrirtækið hefur tilkynnt um framleiðslu á nýrri vörulínu, Regissör, þar sem engar skrúfur og pinnar eru í pakkningunum.

Í stað eru sérstakir tappar sem, samkvæmt myndbandi frá fyrirtækinu, fljótlegt er að smella í þar til gerð göt sem heldur svo húsgögnunum saman. Í þessari nýju vörulínu er stofuborð, bókaskápur og kommóða.

Þessi samsetningarnýjung verður þó aðeins í nýju vörulínunni. Hægt er að sjá myndband þar sem starfsmenn spreyta sig á samsetningu bókaskáps úr línunni, auk þess sem þeir lofsama nýjungina, hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×