Handbolti

Barachet ekki með Frökkum í fyrstu leikjunum í undankeppni EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barachet varð m.a. Ólympíumeistari með Frökkum 2012.
Barachet varð m.a. Ólympíumeistari með Frökkum 2012. Vísir/AFP
Frakkar verða án skyttunnar Xavier Barachet, sem leikur með Paris SG, í leikjunum gegn Tékklandi og Sviss í undankeppni EM 2016 í handbolta.

Claude Onesta, þjálfari franska liðsins, valdi tvo nýliða í hópinn, þá Benjamin Afgour frá Dunkerque og Wesley Pardin frá Fenix. Í hópnum eru einnig yngri leikmenn á borð við Kevin Mahe, leikstjórnanda Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni.

Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar, en þeir unnu stórsigur á Dönum í úrslitaleik EM í Danmörku í lok janúar, 41-32.

Franski hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Cyril Dumolin (Fenix Toulouse)

Vincent Gerard (US Dunkerque)

Thierry Omeyer (PSG)

Aðrir leikmenn:

Wesley Pardin (Fenix)

Jerome Fernandez (Fenix)

Igor Anic (HBC Nantes)

Daniel Narcisse (PSG)

Guillaume Joli (HSG Wetzlar)

Kevynn Nyokas (FrischAuf Göppingen)

Samuel Horubia (PSG)

Nikola Karabatic (FC Barcelona)

Kentin Mahe (HSV Hamburg)

Mathieu Grebille (Montpellier AHB)

William Accambray (PSG)

Luc Abalo (PSG)

Cedric Sorhaindo (FC Barcelona)

Michael Guigou (Montpellier)

Luka Karabatic (Pays d’Aix)

Benjamin Afgour (US Dunkerque)

Valentin Porte (Fenix)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×