Handbolti

Sigurbergur og félagar náðu stigi af lærisveinum Dags

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dagur Sigurðsson á hlíðarlínunni.
Dagur Sigurðsson á hlíðarlínunni. vísir/getty
Sigurbergur Sveinsson og félagar hans í HC Erlangen náðu í gott stig á útivelli gegn lærisveinum Dags Sigurðssonar í Füchse Berlín.

Berlínarrefirnir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, en nýliðarnir gáfust ekki upp og jafnaði Oliver Hess metin, 26-26, þegar 47 sekúndur voru eftir af leiknum. Það urðu lokatölurnar.

Sigurbergur Sveinsson skoraði þrjú mörk í leiknum, en Petar Nenadic var markahæstur gestanna með sjö mörk. Tékkinn PetrStochl fór á kostum í markinu og varði fjórtán skot.

Füchse er í níunda sæti deildarinnar með níu stig en Erlangen er með sex stig eftir tíu leiki, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Liðin fyrir neðan það eiga þó þrjá leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×