Handbolti

Aron: Ekki auðvelt að vinna svona stóra sigra

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Kristjánsson á hliðarlínunni í kvöld.
Aron Kristjánsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vihelm
"Við sættum okkur við svona frammistöðu og sautján marka sigur," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, eftir 36-19 sigur á Ísrael í fyrsta leik handboltalandsliðsins gegn Ísrael í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.

"Það er erfitt að vinna sautján marka sigra í og því getum við verið ánægðir með þetta. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik en það var mikill kraftur í liðinu í þeim síðari," sagði Aron.

Ísland komst snögglega í forystu í leiknum en missti hana niður og jafnaði Ísrael, 7-7, eftir 15 mínútna leik. "Við lendum í því að kasta boltanum of auðveldlega frá okkur," sagði Aron og hélt áfram:

"Það gerði það að verkum að við vorum ekki með mikið forskot eftir fyrri hálfleikinn. Við náðum fínu starti en tókum aðeins of stórar áhættur eins og til dæmis í hraðaupphlaupunum. Við duttum aðeins niður á þeirra plan en náðum að rífa okkur upp."

Landsliðsþjálfarinn var mun sáttir með seinni hálfleikinn sem Ísland vann með tólf marka mun. "Það var mikill kraftur í seinni hálfleik eins og sést á lokatölunum. Það er ekkert hlaupið að því að vinna svona stóra sigra," sagði Aron sem gat spilað á flestum leikmönnum liðsins í gærkvöldi.

"Það var gott að fá fleiri inn í liðið og fá ferska fætur. Vörnin fannst mér líka góð á löngum köflum í leiknum. Ég hafði mestar áhyggjur af varnarleiknum fyrir leikinn, en strákarnir svöruðu vel fyrir sig," sagði Aron Kristjánsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×