Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Tómas Þór Þórðarson í Laugardalshöll skrifar 29. október 2014 17:40 vísir/vilhelm Ísland vann stórsigur á Ísrael, 36-19, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í handbolta í Laugardalshöll í kvöld.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan. Íslenska liðið kom vel stemmt til leiks og var komið yfir, 4-1, eftir tæpar sex mínútur. Þá héldu margir að þetta yrði ljótt fyrir gestina, en þeir gáfust ekki upp. Þó íslenska vörnin hafi gert Ísraelum erfitt fyrir í sóknarleiknum náðu þeir að böðlast í gegn og skora klaufaleg mörk, en Björgvin Páll Gústavson var tekinn af velli um miðjan fyrri hálfleik með aðeins tvö skot varin (25 prósent hlutfallsmarkvörslu). Ísraelar spiluðu framliggjandi vörn og voru mjög fastir fyrir. Guðjón Valur fékk þungt högg á andlitið en lét það ekki stoppa sig og skoraði fimm af fyrstu tíu mörkum íslenska liðsins. Það fyrsta var hans 250. í Höllinni. Í heildina skoraði Guðjón Valur níu mörk. Í staðinn fyrir að ganga bara frá leiknum í byrjun fyrri hálfleiks hleyptu strákarnir okkar gestunum inn í leikinn og var staðan orðin jöfn, 7-7, eftir fjórtán mínútur. Datt þá stemningin aðeins niður í Höllinni enda skildi enginn hvað var að gerast hjá okkar mönnum. Áfram hékk ísraelska liðið í því íslenska eftir þrjá tæknifeila frá Erni Hrafni Arnarssyni og skoti frá Arnóri Þór Gunnarssyni sem var varið á hægri vængnum. Þeir komu inn fyrir þá Alexander Petersson og Þóri Ólafsson. Eftir 22 mínútna leik var aðeins tveggja marka munur á liðunum, 11-9, en þá náðu strákarnir aðeins að rífa sig frá Ísraelsmönnum með góðum lokakafla. Þar munaði mikið um markvörslu Arons Rafns Eðvarðssonar sem kom í markið og varði öll fjögur skotin sem hann fékk á sig síðustu átta mínúturnar í fyrri hálfleiknum. Hundrað prósent hlutfallsmarkvarsla það. Alveg undir lok hálfleiksins missti Ísrael svo markvörðinn sinn Eldar Shiklosi af velli með rautt spjald. Hann kom út fyrir teiginn og stóð fyrir Guðjóni Val sem greip boltann á lofti í hraðaupphlaupi og keyrði niður markvörðinn. Stórhættulegt athæfi hjá Shiklosi. Slíkar ákvarðanir markvarða eru beint rautt spjald og var Guðjóni Val allt annað en skemmt. Snorri Steinn hefði getað komið Íslandi í 15-9 en hann skaut í slána úr vítakastinu og staðan í hálfleik, 14-9. Fyrirliðinn Guðjón Valur hélt áfram að raða inn mörkum, en hann kom Íslandi á bragðið í seinni hálfleik með sjöunda marki sínu. Hraðaupphlaup eftir sjötta varða skot Arons Rafns, 15-9. Ísland náði þarna 5-0 kafla frá 22. mínútu fyrri hálfleiks. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í seinni hálfleik. Vörnin var betri með Aron öflugan fyrir aftan sig, en það skilar jafnan hraðaupphlaupum sem eru aðalsmerki íslenska liðsins. Þegar tæpar sjö mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Ísland allt í einu komið átta mörkum yfir, 20-12. Aron Kristjánsson gat leyft sér að rúlla vel á liðinu og hvíla lykilmenn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik voru Alexander Petersson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson allir sestir á bekkinn, en það kom ekki að sök. Ernir Hrafn Arnarson hristi af sér mistökin þegar hann kom inn á aftur og spilaði fantavel, Sigurbergur Sveinsson fór á kostum með glæsilegum mörkum og Stefán Rafn stimplaði sig inn með marki aðeins nokkrum sekúndum eftir að hann kom inn á. Munurinn ellefu mörk, 24-13, eftir tæpar fjórtán mínútur í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að lenda mest þrettán mörkum undir, 27-14, gáfust Ísraelar ekki upp og verður að gefa þeim plús í kladdann fyrir það. Þess í stað keyrðu þeir upp hraðann, spiluðu eins hratt á milli sín og þeir gátu og keyrðu hraðar miðjur í bakið á íslenska liðinu sem gekk stundum vel upp. Engu að síður var leikurinn löngu unninn hjá okkar strákum og aðeins spurning um hversu stór sigurinn myndi verða. Hann var á endanum 17 mörk, 36-19, og fyrstu tvö stigin komin í hús í undankeppninni. Eins slakar, ef svo má segja, og fyrstu 22 mínútur leiksins voru þá tóku strákarnir sig í gegn og hreinlega keyrðu yfir ísraelska liðið í seinni hálfleik. Gestirnir voru þó nokkrum klössum fyrir neðan okkar menn og kom ekkert annað að koma til greina en stórsigur. Það verður þó ekki annað sagt en að hugarfarið hafi verið með besta móti í seinni hálfleik. Það hjálpaði líka til að "varamenn" liðsins fengu svona mikið að spila; þeir auðvitað hungraðir í að sýna sig og sanna í nýrri keppni. Alls skoruðu tíu leikmenn Íslands í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur með níu mörk og þeir Róbert Gunnarsson, Sigurbergur Sveinsson og Þórir Ólafsson skoruðu fimm mörk hver. Aron Rafn Eðvarðsson varði þrettán skot í markinu og var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Auðveld tvö stig komin í hús og nú halda strákarnir okkar til Svartfjallalands þar sem þeir mæta öflugu liði á sunnudaginn.vísir/vilhelmAron: Ekki auðvelt að vinna svona stóra sigra “Við sættum okkur við svona frammistöðu og sautján marka sigur,” sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, eftir 36-19 sigur á Ísrael í fyrsta leik handboltalandsliðsins gegn Ísrael í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. “Það er erfitt að vinna sautján marka sigra í og því getum við verið ánægðir með þetta. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik en það var mikill kraftur í liðinu í þeim síðari,” sagði Aron. Ísland komst snögglega í forystu í leiknum en missti hana niður og jafnaði Ísrael, 7-7, eftir 15 mínútna leik. “Við lendum í því að kasta boltanum of auðveldlega frá okkur,” sagði Aron og hélt áfram: “Það gerði það að verkum að við vorum ekki með mikið forskot eftir fyrri hálfleikinn. Við náðum fínu starti en tókum aðeins of stórar áhættur eins og til dæmis í hraðaupphlaupunum. Við duttum aðeins niður á þeirra plan en náðum að rífa okkur upp.” Landsliðsþjálfarinn var mun sáttir með seinni hálfleikinn sem Ísland vann með tólf marka mun. “Það var mikill kraftur í seinni hálfleik eins og sést á lokatölunum. Það er ekkert hlaupið að því að vinna svona stóra sigra,” sagði Aron sem gat spilað á flestum leikmönnum liðsins í gærkvöldi. “Það var gott að fá fleiri inn í liðið og fá ferska fætur. Vörnin fannst mér líka góð á löngum köflum í leiknum. Ég hafði mestar áhyggjur af varnarleiknum fyrir leikinn, en strákarnir svöruðu vel fyrir sig,” sagði Aron Kristjánsson.vísir/vilhelmGuðjón Valur: Spiluðum þá eiginlega sundur og saman „Við vildum mjög mikið í byrjun. Við vildum gera of mikið en náðum að stilla okkur af loksins þegar 20 mínútur voru liðnar. Þá rúllaði þetta vel,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands. „Við gerðum t.d. mistök í vörninni þannig að menn vildu brjóta og það fóru tveir úr í staðin fyrir bara annan. Það opnaði fyrir þá. Við vorum líka að fá færin en vorum bara að klúðra þeim. „Það er annað þegar maður lendir í vandræðum og færð engin færi, sérð engar glufur og kemst ekki í gegnum vörnina. Við vorum að fá góð færi sem við vorum að misnota og það er munur á því að spila vel og klúðra færum og spila illa og koma sér ekki í færi. „Við vildum en við vildum um of á tímabili. Það kom kafli þar sem við hentum frá okkur boltanum og svo framvegis en það var ekki af því að menn vildu ekki eða voru ekki að reyna. „Þegar þessi skrekkur kom af okkur og við náðum að spila vel og rétt í vörn þá fengum við hraðaupphlaup og þegar við nýttum þau varð allt í lagi. Sóknarleikurinn varð miklu betri. „Við létum boltann ganga og spiluðum þá eiginlega sundur og saman í seinni hálfleik. Við fórum ekki niður á þeirra plan,“ sagði Guðjón Valur sem var ánægður með innkomu þeirra sem komu af bekknum í kvöld. „Mér fannst allir sem komu inn standa sig eins vel og hægt var. Menn gerðu hlutina rétt sem þarf þegar leikirnir verða erfiðari og jafnari. „Menn þurfa fyrst að vera búnir að klára þetta og halda standardinum þar sem við skiljum við hann,“ sagði Guðjón sem segir markmiðið í Svartfjallalandi á sunnudaginn einfalt. „Það verður allt annar leikur en í kvöld. Við byrjum að kíkja á það í fyrra málið og svo tekur við langt ferðalag. Við setjum stefnuna á sigur í þeim leik, það er ekki spurning,“ sagði Guðjón. Guðjón reiddist mjög í leiknum þegar hann lenti í samstuði við markvörð Ísraels úti á velli í hraðaupphlaupi en markvörðurinn fékk réttilega rautt spjald. „Við útileikmenn viljum sjá markmenn inni í teig af því að menn hafa meiðst alvarlega við svona. Menn hafa rotast og gleypt í sér tunguna og verið í lífshættu. Sem betur fer gerðist ekki í dag. „Hann lendir þarna á milli og sér enga undankomuleið en ég sé hann ekki. Ég er bara að horfa á boltann og sé að ég er búinn að vinna hornamanninn þeirra. „Vandamálið er að ef þú breytir reglunum. Þá þarftu að taka vestisregluna út. Ef markmenn mega ekki fara út úr teig þá máttu ekki setja leikmann í sóknina í vesti. Þá getur markmaðurinn ekki heldur farið út að hliðarlínu og talað við kollega sinn eða fengið sér vatn. Þetta er rosalega mikið haltu mér slepptu mér. „Flestir markmenn stoppa eða hoppa til hliðar þegar svona er. Það er erfitt fyrir okkur að sjá þá. „Ég snögg reiddist en ég talaði við hann í hálfleik og hann bað mig afsökunar. Þetta var enginn ásetningur hjá honum. Það breytti því ekki að mér brá rosalega,“ sagði Guðjón Valur sem verður ekki oft svona reiður á velli. „Nei, ekki oft enda væri ég þá oftar inni í klefa en á vellinum ef ég væri oft svona reiður. Þetta er búið og það gerðist ekkert og engin ástæða til að erfa þetta eitthvað.“vísir/vilhelmSnorri Steinn: Enginn á felgunni eftir þennan leik "Þetta eru leikir sem þarf að spila og það af krafti. En það er betra að spila á móti liði eins og Serbíu í Höllinni," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi Íslands, eftir stórsigurinn á Ísrael í kvöld, aðspurður hvort það væri ekki fínt að vera búinn með þennan skyldusigur. "Við gerðum þetta vel fyrir utan smá vesen til að byrja með. En við vorum fljótir að finna taktinn og lönduðum öruggum sigri," sagði Snorri. Þrátt fyrir erfiðar fyrstu 22 mínútur í leiknum áttu strákarnir ekki í neinum vandræðum með að rúlla yfir Ísraela í seinni hálfleik. Sigurinn risastór og spurning hvað liðið fékk út úr þessu. "Svartfjallaland spilar t.d. svipaða vörn þannig auðvitað fengum við eitthvað út úr þessu. En þessi leikur gefur okkur ekki neinn skapaðan hlut á sunnudaginn. Þar fáum við öðruvísi leik sem við þurfum að vera enn tilbúnari í. En við erum alltaf tilbúnir," sagði Snorri Steinn. "Þetta kostaði ekkert alltof mikla krafta í kvöld; við rúlluðum á liðinu sem er kannski það jákvæðasta við leikinn. Það er enginn á felgunni eftir þennan leik. Allavega geri ég ekki ráð fyrir því." "Það er samt alltaf gott að vinna og senda einhver skilaboð þó þessi riðill snúist á endanum ekki um Ísrael. Leikirnir á móti Svartfjalllalandi og Serbíu munu ráða úrslitum í þessu,” sagði Snorri Steinn. Leikstjórnandinn magnaði hefur verið að skora grimmt í frönsku deildinni þar sem hann spilar með Sélestad, en með landsliðinu hefur hann sig hægan. "Eins og hefur verið í landsliðinu þá set ég upp þau kerfi sem ég og þjálfarinn telja best. Stundum skora ég og stundum ekki. Eins og ég hef sagt áður þá eru þetta tvö ólík hlutverk sem ég sinni hjá þessum liðum. Það kemur fyrir að maður sé meira opinn í Frakklandi. En ef eitthvað lið ætlar ekki að taka mig alvarlega í landsleikjum þá þruma ég auðvitað á markið," sagði Snorri Steinn Guðjónsson.vísir/vilhelmAron Rafn: Maður verður alltaf að vera klár „Þetta var ágætis innkoma. Ég náði að halda hreinu í fyrri hálfleik, það var ágætt,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson sem átti frábæra innkomu í mark Íslands í kvöld. „Það var gott að ná að verja fyrsta skotið. Það gaf mér ákveðið sjálfstraust. Ég þurfti að vera klár að koma inn á og maður verður alltaf að vera klár. „Það var þægilegt að ná einhverju forskoti inn í hálfleikinn. Þá brutum við þá aðeins niður. Við fengum ekkert sérstaklega mörg hraðaupphlaup og gerðu marga tæknifeila fyrstu tuttugu mínúturnar. „Við vissum að þeir myndu spila svona framarlega í vörninni í fyrri hálfleik en við áttum erfitt með að spila á milli okkar og reyndum mikið af erfiðum boltum. Svo náðum við að brjóta þá á bak aftur og sýndum getumuninn á liðunum. „Hvert mark og hver leikur skiptir máli og það var ágætt að vinna þetta sem stærst. „Það var ágætt að fá að púsla þessu saman og leika saman áður en við förum til Svartfjallalands sem verður eflaust hörku leikur og með mikið af áhorfendum,“ sagði Aron Rafn.vísir/vilhelmSigurbergur: Mitt stærsta markmið að vera fastamaður í þessu liði „Ég fann mig bara vel í dag. Það kom ekkert annað til greina en að nýta þetta tækifæri. Það var langt síðan ég spilaði síðast með landsliðinu,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem tók tækifærið með báðum höndum í kvöld. „Ég er mjög ánægður bæði með mig og liðið. Það var mikilvægt að vinna þennan leik svona sannfærandi og fara vel af stað í þessari keppni. „Ég var í góðum ryðma. Ég sá línuna og hornin vel og skotin voru að detta. Þetta var mjög jákvætt. „Mitt stærsta markmið er að vera fastamaður í þessu liði og þá þarf maður að nýta tækifærin sem maður fær,“ sagði Sigurbergur sem sagði frammistöðuna í kvöld vera beint framhald af gengi hans í Þýskalandi. „Það er búið að ganga vel og þetta var beint framhald af því. Mér líður vel og er búinn að æfa vel.“ Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ísland vann stórsigur á Ísrael, 36-19, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í handbolta í Laugardalshöll í kvöld.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan. Íslenska liðið kom vel stemmt til leiks og var komið yfir, 4-1, eftir tæpar sex mínútur. Þá héldu margir að þetta yrði ljótt fyrir gestina, en þeir gáfust ekki upp. Þó íslenska vörnin hafi gert Ísraelum erfitt fyrir í sóknarleiknum náðu þeir að böðlast í gegn og skora klaufaleg mörk, en Björgvin Páll Gústavson var tekinn af velli um miðjan fyrri hálfleik með aðeins tvö skot varin (25 prósent hlutfallsmarkvörslu). Ísraelar spiluðu framliggjandi vörn og voru mjög fastir fyrir. Guðjón Valur fékk þungt högg á andlitið en lét það ekki stoppa sig og skoraði fimm af fyrstu tíu mörkum íslenska liðsins. Það fyrsta var hans 250. í Höllinni. Í heildina skoraði Guðjón Valur níu mörk. Í staðinn fyrir að ganga bara frá leiknum í byrjun fyrri hálfleiks hleyptu strákarnir okkar gestunum inn í leikinn og var staðan orðin jöfn, 7-7, eftir fjórtán mínútur. Datt þá stemningin aðeins niður í Höllinni enda skildi enginn hvað var að gerast hjá okkar mönnum. Áfram hékk ísraelska liðið í því íslenska eftir þrjá tæknifeila frá Erni Hrafni Arnarssyni og skoti frá Arnóri Þór Gunnarssyni sem var varið á hægri vængnum. Þeir komu inn fyrir þá Alexander Petersson og Þóri Ólafsson. Eftir 22 mínútna leik var aðeins tveggja marka munur á liðunum, 11-9, en þá náðu strákarnir aðeins að rífa sig frá Ísraelsmönnum með góðum lokakafla. Þar munaði mikið um markvörslu Arons Rafns Eðvarðssonar sem kom í markið og varði öll fjögur skotin sem hann fékk á sig síðustu átta mínúturnar í fyrri hálfleiknum. Hundrað prósent hlutfallsmarkvarsla það. Alveg undir lok hálfleiksins missti Ísrael svo markvörðinn sinn Eldar Shiklosi af velli með rautt spjald. Hann kom út fyrir teiginn og stóð fyrir Guðjóni Val sem greip boltann á lofti í hraðaupphlaupi og keyrði niður markvörðinn. Stórhættulegt athæfi hjá Shiklosi. Slíkar ákvarðanir markvarða eru beint rautt spjald og var Guðjóni Val allt annað en skemmt. Snorri Steinn hefði getað komið Íslandi í 15-9 en hann skaut í slána úr vítakastinu og staðan í hálfleik, 14-9. Fyrirliðinn Guðjón Valur hélt áfram að raða inn mörkum, en hann kom Íslandi á bragðið í seinni hálfleik með sjöunda marki sínu. Hraðaupphlaup eftir sjötta varða skot Arons Rafns, 15-9. Ísland náði þarna 5-0 kafla frá 22. mínútu fyrri hálfleiks. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í seinni hálfleik. Vörnin var betri með Aron öflugan fyrir aftan sig, en það skilar jafnan hraðaupphlaupum sem eru aðalsmerki íslenska liðsins. Þegar tæpar sjö mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Ísland allt í einu komið átta mörkum yfir, 20-12. Aron Kristjánsson gat leyft sér að rúlla vel á liðinu og hvíla lykilmenn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik voru Alexander Petersson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson allir sestir á bekkinn, en það kom ekki að sök. Ernir Hrafn Arnarson hristi af sér mistökin þegar hann kom inn á aftur og spilaði fantavel, Sigurbergur Sveinsson fór á kostum með glæsilegum mörkum og Stefán Rafn stimplaði sig inn með marki aðeins nokkrum sekúndum eftir að hann kom inn á. Munurinn ellefu mörk, 24-13, eftir tæpar fjórtán mínútur í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að lenda mest þrettán mörkum undir, 27-14, gáfust Ísraelar ekki upp og verður að gefa þeim plús í kladdann fyrir það. Þess í stað keyrðu þeir upp hraðann, spiluðu eins hratt á milli sín og þeir gátu og keyrðu hraðar miðjur í bakið á íslenska liðinu sem gekk stundum vel upp. Engu að síður var leikurinn löngu unninn hjá okkar strákum og aðeins spurning um hversu stór sigurinn myndi verða. Hann var á endanum 17 mörk, 36-19, og fyrstu tvö stigin komin í hús í undankeppninni. Eins slakar, ef svo má segja, og fyrstu 22 mínútur leiksins voru þá tóku strákarnir sig í gegn og hreinlega keyrðu yfir ísraelska liðið í seinni hálfleik. Gestirnir voru þó nokkrum klössum fyrir neðan okkar menn og kom ekkert annað að koma til greina en stórsigur. Það verður þó ekki annað sagt en að hugarfarið hafi verið með besta móti í seinni hálfleik. Það hjálpaði líka til að "varamenn" liðsins fengu svona mikið að spila; þeir auðvitað hungraðir í að sýna sig og sanna í nýrri keppni. Alls skoruðu tíu leikmenn Íslands í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur með níu mörk og þeir Róbert Gunnarsson, Sigurbergur Sveinsson og Þórir Ólafsson skoruðu fimm mörk hver. Aron Rafn Eðvarðsson varði þrettán skot í markinu og var með 57 prósent hlutfallsmarkvörslu. Auðveld tvö stig komin í hús og nú halda strákarnir okkar til Svartfjallalands þar sem þeir mæta öflugu liði á sunnudaginn.vísir/vilhelmAron: Ekki auðvelt að vinna svona stóra sigra “Við sættum okkur við svona frammistöðu og sautján marka sigur,” sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, eftir 36-19 sigur á Ísrael í fyrsta leik handboltalandsliðsins gegn Ísrael í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. “Það er erfitt að vinna sautján marka sigra í og því getum við verið ánægðir með þetta. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik en það var mikill kraftur í liðinu í þeim síðari,” sagði Aron. Ísland komst snögglega í forystu í leiknum en missti hana niður og jafnaði Ísrael, 7-7, eftir 15 mínútna leik. “Við lendum í því að kasta boltanum of auðveldlega frá okkur,” sagði Aron og hélt áfram: “Það gerði það að verkum að við vorum ekki með mikið forskot eftir fyrri hálfleikinn. Við náðum fínu starti en tókum aðeins of stórar áhættur eins og til dæmis í hraðaupphlaupunum. Við duttum aðeins niður á þeirra plan en náðum að rífa okkur upp.” Landsliðsþjálfarinn var mun sáttir með seinni hálfleikinn sem Ísland vann með tólf marka mun. “Það var mikill kraftur í seinni hálfleik eins og sést á lokatölunum. Það er ekkert hlaupið að því að vinna svona stóra sigra,” sagði Aron sem gat spilað á flestum leikmönnum liðsins í gærkvöldi. “Það var gott að fá fleiri inn í liðið og fá ferska fætur. Vörnin fannst mér líka góð á löngum köflum í leiknum. Ég hafði mestar áhyggjur af varnarleiknum fyrir leikinn, en strákarnir svöruðu vel fyrir sig,” sagði Aron Kristjánsson.vísir/vilhelmGuðjón Valur: Spiluðum þá eiginlega sundur og saman „Við vildum mjög mikið í byrjun. Við vildum gera of mikið en náðum að stilla okkur af loksins þegar 20 mínútur voru liðnar. Þá rúllaði þetta vel,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands. „Við gerðum t.d. mistök í vörninni þannig að menn vildu brjóta og það fóru tveir úr í staðin fyrir bara annan. Það opnaði fyrir þá. Við vorum líka að fá færin en vorum bara að klúðra þeim. „Það er annað þegar maður lendir í vandræðum og færð engin færi, sérð engar glufur og kemst ekki í gegnum vörnina. Við vorum að fá góð færi sem við vorum að misnota og það er munur á því að spila vel og klúðra færum og spila illa og koma sér ekki í færi. „Við vildum en við vildum um of á tímabili. Það kom kafli þar sem við hentum frá okkur boltanum og svo framvegis en það var ekki af því að menn vildu ekki eða voru ekki að reyna. „Þegar þessi skrekkur kom af okkur og við náðum að spila vel og rétt í vörn þá fengum við hraðaupphlaup og þegar við nýttum þau varð allt í lagi. Sóknarleikurinn varð miklu betri. „Við létum boltann ganga og spiluðum þá eiginlega sundur og saman í seinni hálfleik. Við fórum ekki niður á þeirra plan,“ sagði Guðjón Valur sem var ánægður með innkomu þeirra sem komu af bekknum í kvöld. „Mér fannst allir sem komu inn standa sig eins vel og hægt var. Menn gerðu hlutina rétt sem þarf þegar leikirnir verða erfiðari og jafnari. „Menn þurfa fyrst að vera búnir að klára þetta og halda standardinum þar sem við skiljum við hann,“ sagði Guðjón sem segir markmiðið í Svartfjallalandi á sunnudaginn einfalt. „Það verður allt annar leikur en í kvöld. Við byrjum að kíkja á það í fyrra málið og svo tekur við langt ferðalag. Við setjum stefnuna á sigur í þeim leik, það er ekki spurning,“ sagði Guðjón. Guðjón reiddist mjög í leiknum þegar hann lenti í samstuði við markvörð Ísraels úti á velli í hraðaupphlaupi en markvörðurinn fékk réttilega rautt spjald. „Við útileikmenn viljum sjá markmenn inni í teig af því að menn hafa meiðst alvarlega við svona. Menn hafa rotast og gleypt í sér tunguna og verið í lífshættu. Sem betur fer gerðist ekki í dag. „Hann lendir þarna á milli og sér enga undankomuleið en ég sé hann ekki. Ég er bara að horfa á boltann og sé að ég er búinn að vinna hornamanninn þeirra. „Vandamálið er að ef þú breytir reglunum. Þá þarftu að taka vestisregluna út. Ef markmenn mega ekki fara út úr teig þá máttu ekki setja leikmann í sóknina í vesti. Þá getur markmaðurinn ekki heldur farið út að hliðarlínu og talað við kollega sinn eða fengið sér vatn. Þetta er rosalega mikið haltu mér slepptu mér. „Flestir markmenn stoppa eða hoppa til hliðar þegar svona er. Það er erfitt fyrir okkur að sjá þá. „Ég snögg reiddist en ég talaði við hann í hálfleik og hann bað mig afsökunar. Þetta var enginn ásetningur hjá honum. Það breytti því ekki að mér brá rosalega,“ sagði Guðjón Valur sem verður ekki oft svona reiður á velli. „Nei, ekki oft enda væri ég þá oftar inni í klefa en á vellinum ef ég væri oft svona reiður. Þetta er búið og það gerðist ekkert og engin ástæða til að erfa þetta eitthvað.“vísir/vilhelmSnorri Steinn: Enginn á felgunni eftir þennan leik "Þetta eru leikir sem þarf að spila og það af krafti. En það er betra að spila á móti liði eins og Serbíu í Höllinni," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi Íslands, eftir stórsigurinn á Ísrael í kvöld, aðspurður hvort það væri ekki fínt að vera búinn með þennan skyldusigur. "Við gerðum þetta vel fyrir utan smá vesen til að byrja með. En við vorum fljótir að finna taktinn og lönduðum öruggum sigri," sagði Snorri. Þrátt fyrir erfiðar fyrstu 22 mínútur í leiknum áttu strákarnir ekki í neinum vandræðum með að rúlla yfir Ísraela í seinni hálfleik. Sigurinn risastór og spurning hvað liðið fékk út úr þessu. "Svartfjallaland spilar t.d. svipaða vörn þannig auðvitað fengum við eitthvað út úr þessu. En þessi leikur gefur okkur ekki neinn skapaðan hlut á sunnudaginn. Þar fáum við öðruvísi leik sem við þurfum að vera enn tilbúnari í. En við erum alltaf tilbúnir," sagði Snorri Steinn. "Þetta kostaði ekkert alltof mikla krafta í kvöld; við rúlluðum á liðinu sem er kannski það jákvæðasta við leikinn. Það er enginn á felgunni eftir þennan leik. Allavega geri ég ekki ráð fyrir því." "Það er samt alltaf gott að vinna og senda einhver skilaboð þó þessi riðill snúist á endanum ekki um Ísrael. Leikirnir á móti Svartfjalllalandi og Serbíu munu ráða úrslitum í þessu,” sagði Snorri Steinn. Leikstjórnandinn magnaði hefur verið að skora grimmt í frönsku deildinni þar sem hann spilar með Sélestad, en með landsliðinu hefur hann sig hægan. "Eins og hefur verið í landsliðinu þá set ég upp þau kerfi sem ég og þjálfarinn telja best. Stundum skora ég og stundum ekki. Eins og ég hef sagt áður þá eru þetta tvö ólík hlutverk sem ég sinni hjá þessum liðum. Það kemur fyrir að maður sé meira opinn í Frakklandi. En ef eitthvað lið ætlar ekki að taka mig alvarlega í landsleikjum þá þruma ég auðvitað á markið," sagði Snorri Steinn Guðjónsson.vísir/vilhelmAron Rafn: Maður verður alltaf að vera klár „Þetta var ágætis innkoma. Ég náði að halda hreinu í fyrri hálfleik, það var ágætt,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson sem átti frábæra innkomu í mark Íslands í kvöld. „Það var gott að ná að verja fyrsta skotið. Það gaf mér ákveðið sjálfstraust. Ég þurfti að vera klár að koma inn á og maður verður alltaf að vera klár. „Það var þægilegt að ná einhverju forskoti inn í hálfleikinn. Þá brutum við þá aðeins niður. Við fengum ekkert sérstaklega mörg hraðaupphlaup og gerðu marga tæknifeila fyrstu tuttugu mínúturnar. „Við vissum að þeir myndu spila svona framarlega í vörninni í fyrri hálfleik en við áttum erfitt með að spila á milli okkar og reyndum mikið af erfiðum boltum. Svo náðum við að brjóta þá á bak aftur og sýndum getumuninn á liðunum. „Hvert mark og hver leikur skiptir máli og það var ágætt að vinna þetta sem stærst. „Það var ágætt að fá að púsla þessu saman og leika saman áður en við förum til Svartfjallalands sem verður eflaust hörku leikur og með mikið af áhorfendum,“ sagði Aron Rafn.vísir/vilhelmSigurbergur: Mitt stærsta markmið að vera fastamaður í þessu liði „Ég fann mig bara vel í dag. Það kom ekkert annað til greina en að nýta þetta tækifæri. Það var langt síðan ég spilaði síðast með landsliðinu,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem tók tækifærið með báðum höndum í kvöld. „Ég er mjög ánægður bæði með mig og liðið. Það var mikilvægt að vinna þennan leik svona sannfærandi og fara vel af stað í þessari keppni. „Ég var í góðum ryðma. Ég sá línuna og hornin vel og skotin voru að detta. Þetta var mjög jákvætt. „Mitt stærsta markmið er að vera fastamaður í þessu liði og þá þarf maður að nýta tækifærin sem maður fær,“ sagði Sigurbergur sem sagði frammistöðuna í kvöld vera beint framhald af gengi hans í Þýskalandi. „Það er búið að ganga vel og þetta var beint framhald af því. Mér líður vel og er búinn að æfa vel.“
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira