Handbolti

Stór stund á þjálfaraferli Dags í kvöld

Dagur er hér að stýra Þjóðverjum.
Dagur er hér að stýra Þjóðverjum. vísir/getty
Þjálfaraferill Dags Sigurðssonar með þýska landsliðið hefst fyrir alvöru í kvöld.

Þá taka Þjóðverjar á móti Finnum í undankeppni EM. Fyrsti alvöru leikur liðsins undir stjórn Dags.

Þjóðverjar komust ekki inn á síðasta EM. Þá byrjaði liðið undankeppnina illa með því að tapa gegn Svartfjallalandi.

„Markmiðið er ekkert leyndarmál. Auðvitað ætlum við inn á lokakeppni EM. Það tekst aftur á móti ekki öðruvísi en með því að vinna leiki," sagði Dagur við þýska fjölmiðla.

„Það er kannski gott að fá lakasta liðið í riðlinum í fyrsta leik. Ég segi það með fullri virðingu fyrir Finnum. Við viljum fá sjálfstraustið upp í liðinu," sagði Uwe Gensheimer landsliðsfyrirliði.

Verkefnið sem bíður lærisveina Dags um helgina er mun erfiðara en þá sækja Þjóðverjar lið Patreks Jóhannessonar, Austurríki, heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×