Arnór: Á betri stað nú en fyrir ári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2014 13:30 Arnór Atlason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, nýtur sín þessa stundina með Saint-Raphaël í frönsku úrvalsdeildinni. Það var þó ekki alltaf svo. „Staðan á liðinu er betri nú en fyrir ári síðan. Það voru þjálfaraskipti í sumar og við fórum ágætlega í gegnum þau,“ útskýrir Arnór sem verður í eldlínunni í kvöld er Ísland mætir Ísrael í undankeppni EM 2016. Arnór er á sínu öðru ári í Frakklandi og eftir erfitt fyrsta ár líður honum vel nú. „Ég er með stærra hlutverk en ég var með í fyrra og ég var auðvitað ekki sáttur þá. En ég hef tekið meiri ábyrgð í ár og það hefur gengið vel. Ég er á betri stað nú en fyrir ári síðan,“ segir hann.Vísir„Við erum í fimmta sæti núna og teljum okkur vera með lið sem getur verið í hópi 4-5 efstu liðanna. Við erum því á pari núna og líður vel, þó svo að við viljum auðvitað meira.“ Franska úrvalsdeildin hefur verið að styrkjast með hverju árinu og Arnór segir að þó svo að liðin séu nokkuð frá þeim allra bestu í Þýskalandi séu öll liðin í Frakklandi sterk og enginn auðveldur andstæðingur í deildinni. „Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun að koma hingað og mun aldrei gera. Það var það eina rétta í stöðunni á þeim tímapunkti þegar ég þurfti að taka ákvörðun um mína framtíð. Okkur í fjölskyldunni líður þess fyrir utan mjög vel í Frakklandi.“Strákarnir niðurlútir eftir tapið gegn Bosníu í júní.VísirArnór var eins og aðrir landsliðsmenn svekktur eftir að Ísland tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 í sumar. Strákarnir vilja bæta fyrir það með því að komast á EM í Póllandi en sú vegferð hefst í Laugardalshöllinni í kvöld. „Það er eldmóður í okkur og það er gott að finna fyrir því. Við verðum að nýta það sem gerðist í sumar og gera eitthvað gott úr því - þetta var spark í rassinn. Það finn ég þegar ég ræði við leikmenn og þjálfara.“ „Það verður fyrst högg fyrir okkur ef við missum af öðru stórmóti. Við ætlum að gera allt sem við getum til að komast til Póllands en það verður alls ekki sjálfgefið að komast þangað.“ „Við erum í erfiðum riðli og þurfum að standa okkur vel. En við vitum að þessi vika er mikilvæg og ef við vinnum fyrstu tvo leikina erum við með þetta í okkar eigin höndum.“ Ísland mætir svo Svartfjallalandi ytra á sunnudaginn. Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Arnór Atlason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, nýtur sín þessa stundina með Saint-Raphaël í frönsku úrvalsdeildinni. Það var þó ekki alltaf svo. „Staðan á liðinu er betri nú en fyrir ári síðan. Það voru þjálfaraskipti í sumar og við fórum ágætlega í gegnum þau,“ útskýrir Arnór sem verður í eldlínunni í kvöld er Ísland mætir Ísrael í undankeppni EM 2016. Arnór er á sínu öðru ári í Frakklandi og eftir erfitt fyrsta ár líður honum vel nú. „Ég er með stærra hlutverk en ég var með í fyrra og ég var auðvitað ekki sáttur þá. En ég hef tekið meiri ábyrgð í ár og það hefur gengið vel. Ég er á betri stað nú en fyrir ári síðan,“ segir hann.Vísir„Við erum í fimmta sæti núna og teljum okkur vera með lið sem getur verið í hópi 4-5 efstu liðanna. Við erum því á pari núna og líður vel, þó svo að við viljum auðvitað meira.“ Franska úrvalsdeildin hefur verið að styrkjast með hverju árinu og Arnór segir að þó svo að liðin séu nokkuð frá þeim allra bestu í Þýskalandi séu öll liðin í Frakklandi sterk og enginn auðveldur andstæðingur í deildinni. „Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun að koma hingað og mun aldrei gera. Það var það eina rétta í stöðunni á þeim tímapunkti þegar ég þurfti að taka ákvörðun um mína framtíð. Okkur í fjölskyldunni líður þess fyrir utan mjög vel í Frakklandi.“Strákarnir niðurlútir eftir tapið gegn Bosníu í júní.VísirArnór var eins og aðrir landsliðsmenn svekktur eftir að Ísland tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 í sumar. Strákarnir vilja bæta fyrir það með því að komast á EM í Póllandi en sú vegferð hefst í Laugardalshöllinni í kvöld. „Það er eldmóður í okkur og það er gott að finna fyrir því. Við verðum að nýta það sem gerðist í sumar og gera eitthvað gott úr því - þetta var spark í rassinn. Það finn ég þegar ég ræði við leikmenn og þjálfara.“ „Það verður fyrst högg fyrir okkur ef við missum af öðru stórmóti. Við ætlum að gera allt sem við getum til að komast til Póllands en það verður alls ekki sjálfgefið að komast þangað.“ „Við erum í erfiðum riðli og þurfum að standa okkur vel. En við vitum að þessi vika er mikilvæg og ef við vinnum fyrstu tvo leikina erum við með þetta í okkar eigin höndum.“ Ísland mætir svo Svartfjallalandi ytra á sunnudaginn.
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15
„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45
Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00
Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15
Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15