Forstjóri Apple kemur út úr skápnum Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2014 12:31 Tim Cook tók við forstjóraembættinu hjá Apple árið 2011. Vísir/AFP „Þó að ég hafi aldrei neitað kynhneigð minni, þá hef ég ekki viðurkennt hana opinberlega heldur þar til nú. Leyfið mér því að tala skýrt: Ég er stoltur af því að vera samkynhneigður og álít það að vera samkynhneigður vera mestu gjöf guðs til mín,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á síðunni Businessweek sem birtist fyrr í dag. Cook segist hafa reynt að forðast það að ræða einkalíf sitt á opinberum vettvangi í gegnum árin. „Apple er nú þegar eitt af þeim fyrirtækjum heims sem mest er fjallað um, og ég vil að kastljósinu sé beint að afurðum okkar og þeim ótrúlegu hlutum sem viðskiptavinir okkar geta gert með þeim.“ Cook segist þó einnig hafa velt mikið fyrir sér spurningu Martin Luther King um „hvað þú sért að gera fyrir aðra“. „Ég hef oft spurt sjálfan mig þeirrar spurningar og komist að því að þrá mín eftir einkalífi hefur komið í veg fyrir að geti gert eitthvað enn mikilvægara. Það er það sem hefur fengið mig til að gera þett í dag.“ Cook segir að fjölmargir samstarfsfélagar hans hjá Apple hafi vitað um samkynhneigð hans og að það hafi litlu breytt um framkomu þeirra í hans gerð. „Ég er náttúrulega svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki sem elskar sköpunargáfu og nýsköpun og veit að það getur aðeins blómstrað þegar þú fagnar fjölbreytileika fólks. Ekki eru allir svo heppnir. Að sögn segist Cook ekki líta á sjálfan sig sem aðgerðasinna, en að hann geri sér jafnframt grein fyrir að hann hafi hagnast mikið á fórnum annarra sem staðið hafa í réttindabaráttu samkynhneigðra. Cook tók við forstjóraembætti Apple af Steve Jobs árið 2011. Lesa má grein Cook í heild sinni hér. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Þó að ég hafi aldrei neitað kynhneigð minni, þá hef ég ekki viðurkennt hana opinberlega heldur þar til nú. Leyfið mér því að tala skýrt: Ég er stoltur af því að vera samkynhneigður og álít það að vera samkynhneigður vera mestu gjöf guðs til mín,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á síðunni Businessweek sem birtist fyrr í dag. Cook segist hafa reynt að forðast það að ræða einkalíf sitt á opinberum vettvangi í gegnum árin. „Apple er nú þegar eitt af þeim fyrirtækjum heims sem mest er fjallað um, og ég vil að kastljósinu sé beint að afurðum okkar og þeim ótrúlegu hlutum sem viðskiptavinir okkar geta gert með þeim.“ Cook segist þó einnig hafa velt mikið fyrir sér spurningu Martin Luther King um „hvað þú sért að gera fyrir aðra“. „Ég hef oft spurt sjálfan mig þeirrar spurningar og komist að því að þrá mín eftir einkalífi hefur komið í veg fyrir að geti gert eitthvað enn mikilvægara. Það er það sem hefur fengið mig til að gera þett í dag.“ Cook segir að fjölmargir samstarfsfélagar hans hjá Apple hafi vitað um samkynhneigð hans og að það hafi litlu breytt um framkomu þeirra í hans gerð. „Ég er náttúrulega svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki sem elskar sköpunargáfu og nýsköpun og veit að það getur aðeins blómstrað þegar þú fagnar fjölbreytileika fólks. Ekki eru allir svo heppnir. Að sögn segist Cook ekki líta á sjálfan sig sem aðgerðasinna, en að hann geri sér jafnframt grein fyrir að hann hafi hagnast mikið á fórnum annarra sem staðið hafa í réttindabaráttu samkynhneigðra. Cook tók við forstjóraembætti Apple af Steve Jobs árið 2011. Lesa má grein Cook í heild sinni hér.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira