Handbolti

Gott kvöld fyrir Íslendingana í Svíþjóð

Atli Ævar Ingólfsson í leik með Guif.
Atli Ævar Ingólfsson í leik með Guif. mynd/guif
Íslendingaliðin Guif og Ricoh voru í stuði í sænska handboltanum í kvöld.

Ricoh vann öruggan sigur, 24-17, á botnliði Önnereds og nældi um leið í tvo mikilvæga punkta í botnbaráttunni. Tandri Már Konráðsson var markahæstur í liði Ricoh ásamt fleirum með fjögur mörk.

Guif stimplaði sig aftur á móti inn í baráttu efstu liða með því að leggja Ystads af velli, 27-21.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði eitt mark fyrir Guif og Aron Rafn Eðvarsson var sem fyrr í marki liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×