Handbolti

Aron Rafn varði vel í góðum útisigri Guif

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson.
Aron Rafn Eðvarðsson. Vísir/Vilhelm
Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í Eskilstuna Guif unnu tveggja marka útisigur á Hammarby, 29-27, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Hammarby átti möguleika á því að komast upp fyrir Guif með sigri en Guif-liðið vann þess í stað sinn sjöunda sigur í síðustu átta leikjum sínum.

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson varði 15 skot í leiknum, 7 af 19 í fyrri hálfleik (37 prósent) og 8 af 22 í þeim seinni (36 prósent). Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson skoraði eitt mark en það var hans eina skot í leiknum.

Guif var 15-13 yfir í hálfleik en Hammarby náði þriggja marka forskoti (21-18) eftir að hafa unnið fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins 8-3. Þá komu fimm Guif-röð og liðið hélt frumkvæðinu síðan út leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×