Viðskipti erlent

Vandræði hjá Samsung

Samúel Karl Ólason skrifar
Sala S5 er um 40 prósentum minni en spár Samsung gerðu ráð fyrir.
Sala S5 er um 40 prósentum minni en spár Samsung gerðu ráð fyrir. Vísir/AFP
Flaggskip farsímadeildar Samsung, Galaxy S5, hefur selst í 12 milljónum eintaka á fyrstu þremur mánuðunum á markaði. Það er um fjórum milljónum færri eintök en seldust af S4 á sama tímabili og um 40 prósent minna en spár Samsung sögðu til um.

Salan er rúmlega fimmtíu prósentum lægri í Kína, en hún var á S4 en salan hefur þó aukist í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn Samsung höfðu svo mikla trú á símanum að þeir juku framleiðslu hans um 20 prósent samkvæmt Endagadget.

Wall Street Journal hefur heimildir fyrir því að Samsung hugi nú að breytingum í yfirstjórn farsímadeildar fyrirtækisins vegna vandræðanna. S5 símar eru sagðir hrannast upp í vöruskemmum Samsung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×