Viðskipti erlent

Falsaði skjöl til að fá lán frá Kaupþingi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ronnie var forstjóri JJB Sports á árunum 2007-2009.
Ronnie var forstjóri JJB Sports á árunum 2007-2009. Vísir/Getty
Fyrrverandi forstjóri JJB Sports í Bretlandi, Chris Ronnie, hefur verið fundinn sekur af kviðdómi þar í landi um ýmis fjársvik, þar á meðal að hafa falsað skjöl til að fá lán hjá Kaupþingi. Ronnie var forstjóri JJB Sports á árunum 2007 til 2009. Financial Times greinir frá.

Ronnie tók 11 milljóna punda lán hjá Kaupþingi til að kaupa 30% hlut í JJB sports. Við réttarhöldin kom fram að Ronnie hafði falsað skjöl sem hann skilaði inn til Kaupþings vegna lánsins.

Á skjölunum kom fram að Ronnie hefði áður fengið lán fyrirtækinu Fashion and Sport, en í ljós kom að það var ekki rétt.

Dómur í málinu verður kveðinn upp í desember. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×