Handbolti

Fyrrum landsliðsmaður Ungverja í alvarlegu bílslysi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tamas Mocsai, fyrrum leikmaður ungverska landsliðsins í handbolta, er að sögn föður síns ekki lengur í lífshættu eftir alvarlegt bílslys á dögunum.

Mocsai lék lengi í þýsku úrvalsdeildinni og lagði skóna á hilluna í vor eftir eitt tímabil með stórliðinu Veszprem. Hann var einnig fastamaður í ungverska landsliðinu og var í liðinu sem sló Ísland úr leik í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012.

Hann er starfandi bæjarstjóri í smábænum Felsömocsolád og var að keyra á sveitavegi rétt við Balaton-vatn þegar hann ók á kú. Ökumaður vörubifreiðar fyrir aftan hann var of seinn að átta sig og ók aftan á bifreið Mocsai.

Klippa þurfti Mocsai úr bílnum og hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann var þungt haldinn. „Tamas á eftir að gangast undir frekari rannsóknir en honum líður mun betur,“ sagði Lajos Mocsai, faðir hans og fyrrum landsliðsþjálfari Ungverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×