Handbolti

Lærisveinar Arons loks stöðvaðir í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Kristjánsson tapaði ekki í fyrstu sex leikjum sínum í Meistaradeildinni með Kolding.
Aron Kristjánsson tapaði ekki í fyrstu sex leikjum sínum í Meistaradeildinni með Kolding. vísir/daníel
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í KIF Kolding Kaupmannahöfn töpuðu fyrir Evrópumeisturum Flensburg á útivelli, 27-20, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Þetta er fyrsta tap dönsku meistaranna í Meistaradeildinni, en þeir voru búnir að vinna fjóra leiki og gera tvö jafntefli í fyrstu sex umferðum riðlakeppninnar.

Þeir eru eftir sem áður í öðru sæti B-riðils með tíu stig, þremur stigum á eftir Guðjóni Val Sigurðssyni og félögum í Barcelona. Flensburg komst í þriðja sæti með átta stig með sigrinum í kvöld.

Róbert Gunnarsson skoraði svo tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain sem vann stórsigur á Metalurg Skopje frá Makedóníu, 35-24, á heimavelli í kvöld.

Króatíska skyttan Marko Kopljar var markahæstur heimamanna með sex mörk og franski landsliðsmarðurinn William Accambray skoraði fimm mörk.

PSG er í öðru sæti A-riðils með tíu stig, tveimur stigum á eftir Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×