Viðskipti erlent

McDonald‘s fækkar kostum á matseðli

Atli Ísleifsson skrifar
Mike Andres, forstjóri fyrirtækisins, segir að í janúar verði kostum á matseðlum keðjunnar í Bandaríkjunum fækkað um átta.
Mike Andres, forstjóri fyrirtækisins, segir að í janúar verði kostum á matseðlum keðjunnar í Bandaríkjunum fækkað um átta. Vísir/AFP
Bandaríska skyndibitakeðjan McDonald‘s hyggst fækka kostum á matseðlum sínum og notast við  færri innihaldsefni til að flýta þjónustu, auka sölu og bjóða viðskiptavinum upp á að stjórna samsetningu máltíðarinnar sjálfir til að geta betur keppt við Subway og fleiri skyndibitastaði.

Mike Andres, forstjóri fyrirtækisins, segir að í janúar verði kostum á matseðlum keðjunnar í Bandaríkjunum fækkað um átta og svokölluðum Extra Value Meals fækkað um fimm.

Í frétt Reuters kemur fram að viðskiptavinum McDonald‘s hefur fækkað mikið að undanförnu og er það rakið til krafna um einfaldari og náttúrulegri fæðuvals viðskiptavina.

Anders segir að fyrirtækið sé ekki hætt að gera breytingar á matseðlinum. „Það má eiga von á frekari breytingum. Við þurfum ekki að vera með langan matseðil til að bjóða um á fjölbreytileika.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×