Handbolti

Spænsku stelpurnar reiðar eftir leik: Þetta er skandall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heidi Loeke í norska liðinu og Macarena Aguilar í því spænska með verðlaunapeninga sína eftir leikinn.
Heidi Loeke í norska liðinu og Macarena Aguilar í því spænska með verðlaunapeninga sína eftir leikinn. Vísir/AP
Spænsku landsliðskonurnar voru allt annað en sáttar í viðtölum við fjölmiðla eftir tapið á móti Noregi í gær í úrslitaleik Evrópukeppni kvenna í handbolta. Spænska liðið náði mest fimm marka forskoti í leiknum en missti leikinn frá sér í seinni hálfleiknum.

„Þetta er skandall," sagði Nerea Pena í viðtali við Dagbladet í Noregi en hún skoraði 10 mörk úr 14 skotum í leiknum.

„Það féll allt með norska liðinu í þessum leik og dómarnir gerðu margoft augljós mistök. Það var bara svindlað á okkur í kvöld," sagði Pena allt annað en sátt með þær frönsku Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura sem dæmdu úrslitaleikinn.

„Dómarnir fóru illa með okkur í seinni hálfleiknum. Við hefðum unnið þennan leik með aðeins meiri heppni og ef að dómararnir hefðu sinn sínu starfi betur. Við töpuðum ekki útaf dómurum en við fengum ekkert frá þeim," sagði Nerea Pena.

Norska liðið var 10-12 undir í hálfleik en vann leikinn á endanum 28-25. Spænska liðið fékk einni brottvísun fleiri en þær norsku en alls fengu þær spænsku tíu víti í leiknum á móti sjö vítum norsku stelpnanna.

Spænska liðið fagnaði silfurverðlaunum sínum eftir leikinn.Vísir/AP

Tengdar fréttir

Svíþjóð tók bronsið

Svíþjóð vann Svartfjallaland í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu, 25-23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×