Viðskipti erlent

Iðjulaus eftir fjöldauppsagnir í tóbaksverksmiðjum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Það var ekki mikið að gera hjá starfsfólki Imperial Tobacco sem mætti til vinnu í gær.
Það var ekki mikið að gera hjá starfsfólki Imperial Tobacco sem mætti til vinnu í gær. Nordicphoto/AFP
Starfsmenn Seita-Imperial Tobacco-verksmiðjunnar í Carquefou í Frakklandi stóðu verklausir fyrir utan inngang verksmiðjunnar en Imperial Tobacco tilkynnti um lokun hennar í gær.

Tilkynnt var um lokun verksmiðja fyrirtækisins bæði í Frakklandi og Bretlandi en 900 manns misstu við það atvinnuna.

Minnkandi sala í Evrópu ásamt stífari lagasetningu gegn reykingum varð til þess að svona fór.

Breska verksmiðjan er í Nottingham í Englandi en þar störfuðu 540 manns. Í Carquefou glötuðu 327 vinnunni við lokunina í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×