Stundar lögreglan persónunjósnir? Sigurjón M. Magnússon skrifar 29. október 2014 07:00 Magnað er að lögreglan haldi skýrslur um borgarana. Stjórnmálaskoðanir þeirra, framferði og annað sem á að vera einkamál hvers og eins. Og ekki bætir það stöðuna þegar samantektarskýrsla, þar sem reynt var að hylja nöfn og númer, rennur illa gerð úr höndum lögreglunnar og er nú öllum opin, hverjum sem vill. Þetta mál er lögreglunni til skammar, jafnvel háðungar. En það vakna spurningar, og það áleitnar. Heldur lögreglan fleiri skýrslur um okkur. Eru enn stundaðar persónunjósnir af yfirvöldum? Trúlega. Nýjasta dæmið sannar það. Og hver gætir upplýsinganna? Kannski það sama fólk og missti úr höndunum skýrslusamantekt Geirs Jóns Þórissonar um það fólk sem var nóg boðið haustið árið 2008 og fram á vetur 2009, mætti út á götur og lét flest skoðanir sínar í ljósi með friðsömum hætti? Ef upplýsinganna er ekki gætt betur en þetta, eins og nú hefur verið upplýst, hvað hefur þá gerst áður? Hafa aðrar upplýsingar frá lögreglunni ratað hingað og þangað? Vitað er að lengi vel voru haldnar skrár um fólk, stjórnmálaskoðanir þess og atferli. Þær upplýsingar voru óhikað notaðar til að leggja steina í götu þeirra sem þóttu „óheppilegir“, ekki síst vegna pólískra skoðana. Kann að vera að hinir og þessir geti fengið upplýsingar um einn og annan? Er treystandi á að meðferð þannig upplýsinga sé vönduð. Ekki sanna dæmi það. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson skrifaði fyrir fáum árum bók um Gunnar Thoroddsen. Enginn hefur séð ástæðu til að mótmæla skrifum Guðna um persónunjósnir sem voru stundaðar á valdatíma Gunnars og hvernig upplýsingarnar voru notaðar til að draga úr möguleikum „óheppilegra“ til atvinnu og almenns framgang í lífinu. Nýjustu fregnir af skýrslum lögreglunnar kveikja spurningar um hvernig þessum málum er háttað í dag. Er njósnað um náungann? Birgitta Jónsdóttir þingkona hefur sýnilega áhyggjur af njósnum yfirvalda, þar sem hún vill svör við því hvernig er fylgst með sendibréfum manna á millum. Ómögulegt er að óreyndu að útiloka aðrar og meiri persónunjósnir en fram koma í samantektarskýrslu Geirs Jóns Þórissonar um búshaldabyltinguna og sennilega er eðlilegast að gera ráð fyrir að svo sé. Bágt er að trúa að löngu áður en skýrslan, sem átti að vera trúnaðargagn og rann svo úr höndum lögreglunnar fyrir einstakan klaufahátt, hafi höfundur hennar mætt með hana og kynnt innihald hennar í Valhöll, aðsetri Sjálfstæðisflokksins. Sé það rétt er málið enn alvarlega en ella. Það er ekki nokkrum manni bjóðandi að gerð sé samantekt um hann, skoðanir hans og löglegar gjörðir, farið sé með þær sem hluta af samkvæmisleik í völdum hópum og síðan sé þeim lekið viljandi, eða fyrir ótrúlegan klaufaskap, með þeim afleiðingum að hver sem vill geti lesið samantekt lögreglunnar um líf samborgaranna. Embættismenn hafa illa, og umfram allt treglega, getað útskýrt hreint ótrúlega söfnun á hríðskotabyssum. Þjóðin fylgist agndofa með. Á sama tíma upplýsist að lögreglan stundaði, og stundar trúlega enn, njósnir um okkur borgana, safnar saman niðurstöðum og reynir að varðveita. Með mjög misjöfnum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Magnað er að lögreglan haldi skýrslur um borgarana. Stjórnmálaskoðanir þeirra, framferði og annað sem á að vera einkamál hvers og eins. Og ekki bætir það stöðuna þegar samantektarskýrsla, þar sem reynt var að hylja nöfn og númer, rennur illa gerð úr höndum lögreglunnar og er nú öllum opin, hverjum sem vill. Þetta mál er lögreglunni til skammar, jafnvel háðungar. En það vakna spurningar, og það áleitnar. Heldur lögreglan fleiri skýrslur um okkur. Eru enn stundaðar persónunjósnir af yfirvöldum? Trúlega. Nýjasta dæmið sannar það. Og hver gætir upplýsinganna? Kannski það sama fólk og missti úr höndunum skýrslusamantekt Geirs Jóns Þórissonar um það fólk sem var nóg boðið haustið árið 2008 og fram á vetur 2009, mætti út á götur og lét flest skoðanir sínar í ljósi með friðsömum hætti? Ef upplýsinganna er ekki gætt betur en þetta, eins og nú hefur verið upplýst, hvað hefur þá gerst áður? Hafa aðrar upplýsingar frá lögreglunni ratað hingað og þangað? Vitað er að lengi vel voru haldnar skrár um fólk, stjórnmálaskoðanir þess og atferli. Þær upplýsingar voru óhikað notaðar til að leggja steina í götu þeirra sem þóttu „óheppilegir“, ekki síst vegna pólískra skoðana. Kann að vera að hinir og þessir geti fengið upplýsingar um einn og annan? Er treystandi á að meðferð þannig upplýsinga sé vönduð. Ekki sanna dæmi það. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson skrifaði fyrir fáum árum bók um Gunnar Thoroddsen. Enginn hefur séð ástæðu til að mótmæla skrifum Guðna um persónunjósnir sem voru stundaðar á valdatíma Gunnars og hvernig upplýsingarnar voru notaðar til að draga úr möguleikum „óheppilegra“ til atvinnu og almenns framgang í lífinu. Nýjustu fregnir af skýrslum lögreglunnar kveikja spurningar um hvernig þessum málum er háttað í dag. Er njósnað um náungann? Birgitta Jónsdóttir þingkona hefur sýnilega áhyggjur af njósnum yfirvalda, þar sem hún vill svör við því hvernig er fylgst með sendibréfum manna á millum. Ómögulegt er að óreyndu að útiloka aðrar og meiri persónunjósnir en fram koma í samantektarskýrslu Geirs Jóns Þórissonar um búshaldabyltinguna og sennilega er eðlilegast að gera ráð fyrir að svo sé. Bágt er að trúa að löngu áður en skýrslan, sem átti að vera trúnaðargagn og rann svo úr höndum lögreglunnar fyrir einstakan klaufahátt, hafi höfundur hennar mætt með hana og kynnt innihald hennar í Valhöll, aðsetri Sjálfstæðisflokksins. Sé það rétt er málið enn alvarlega en ella. Það er ekki nokkrum manni bjóðandi að gerð sé samantekt um hann, skoðanir hans og löglegar gjörðir, farið sé með þær sem hluta af samkvæmisleik í völdum hópum og síðan sé þeim lekið viljandi, eða fyrir ótrúlegan klaufaskap, með þeim afleiðingum að hver sem vill geti lesið samantekt lögreglunnar um líf samborgaranna. Embættismenn hafa illa, og umfram allt treglega, getað útskýrt hreint ótrúlega söfnun á hríðskotabyssum. Þjóðin fylgist agndofa með. Á sama tíma upplýsist að lögreglan stundaði, og stundar trúlega enn, njósnir um okkur borgana, safnar saman niðurstöðum og reynir að varðveita. Með mjög misjöfnum árangri.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun