Hverju mótmæltu 4.500 Íslendingar? Sigurjón M. Egilsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Við erum komin hérna, fólk úr ólíkum áttum. Ég sé í þessum hópi fullt af fólki sem ég þekki og þykir vænt um: vinstri villinga, sófakomma, anarkista, stúdenta, lækna, tónlistarkennara, sjálfstæðismenn og meira að segja fólk sem hefur kosið Framsóknarflokkinn. Það kemur fyrir bestu menn. Ég þekki líka fólk sem hefur svarað Nígeríubréfi. Ágætisfólk. Tímabundinn dómgreindarbrestur gerir fólk ekki verra. Þetta er stuttur kafli úr ræðu Svavars Knúts, sem hann flutti við upphaf mótmælanna á Austurvelli síðdegis á mánudag. Einhver kann að segja að þar hafi verið samankominn þverskurður þjóðarinnar, meðan aðrir eru jafnvel þeirrar skoðunar að á Austurvelli síðdegis á mánudag hafi verið samankominn óaldarlýður, lýður 4.500 einstaklinga. En hvað veldur? Hvers vegna kemur allt þetta fólk saman þegar hagvísarnir sýna allir betri stöðu en í langan tíma? Enginn mótmælir að hér er hagvöxtur, enginn mótmælir að kaupmáttur hafi aukist, þetta liggur allt fyrir. Er þá eitthvað að? Meðalþyngd Göge og Gokke er eflaust ágæt. Hitt er augljóst að annar er of feitur, meðan hinn er kannski of léttur. Meðaltal af þyngd þeirra félaga segir í raun ekkert og er til einskis nýtanlegt. Sama er um kaupmáttinn. Kaupmáttur þeirra sem hækkuðu í launum um hundruð þúsunda á mánuði hækkaði meðaltalið nokkuð mikið. Kaupmáttaraukning sem það fólk fékk bætir ekki stöðu þeirra sem sættust á um þriggja prósenta hækkun og margt af því fólki hefur það ekki gott, þó meðalkaupmáttur hafi aukist. Ríkisstjórnin sem og stjórnarandstaðan er gagnrýnd. „Hroki, dónaskapur, dólgsháttur og fáránlegt yfirlæti eru ekki góð framkoma hjá nýrri ríkisstjórn. Ekki gamalli heldur, en hvað þá nýrri,“ sagði Svavar Knútur. Ljóst er að hann er ekki einn þessarar skoðunar. Þarna nefnir hann líka fyrrverandi ríkisstjórn, sem í dag er stjórnarandstaðan. Fólk sem starfar í stjórnmálum verður að taka þessi orð til sín. En gerir það það? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði þetta í samtali við Ríkissjónvarpið: „Það er sjálfsagt allur gangur á því hvers vegna menn eru óánægðir eins og þeir sem voru hér í dag. Sumum er ég sammála og sumum ekki. Ég sá til dæmis að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti, ég skil afstöðu þeirra mjög vel að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun. Svo eru einhverjir að mótmæla að þeirra flokkar séu ekki við völd og á vissan hátt hefur maður skilning á því líka.“ Í stað auðmýktar ákvað hann að kenna tvennu um mótmælin. Sveitarfélögunum, fyrir að semja ekki við tónlistarkennara, og svo blessaðri stjórnarandstöðunni fyrir fúllyndi yfir að vera ekki í ríkisstjórn. Hvort tveggja eflaust rétt, en ástæður þess að fólk kom saman á Austurvelli voru langtum fleiri og ristu eflaust dýpra en það sem forsætisráðherrann kaus að nefna í viðtalinu. Og það er hluti skýringarinnar. Ræðumaðurinn Svavar Knútur sagði jú: „Hroki, dónaskapur, dólgsháttur og fáránlegt yfirlæti eru ekki góð framkoma.“ Og það er örugglega rétt. Ljóst er að ekki eru allir á einu máli um hvort einhver og þá hver sýnir dólgshátt. Óaldarlýðurinn svokallaði eða stjórnmálafólkið. Trúlega verður áfram mótmælt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Við erum komin hérna, fólk úr ólíkum áttum. Ég sé í þessum hópi fullt af fólki sem ég þekki og þykir vænt um: vinstri villinga, sófakomma, anarkista, stúdenta, lækna, tónlistarkennara, sjálfstæðismenn og meira að segja fólk sem hefur kosið Framsóknarflokkinn. Það kemur fyrir bestu menn. Ég þekki líka fólk sem hefur svarað Nígeríubréfi. Ágætisfólk. Tímabundinn dómgreindarbrestur gerir fólk ekki verra. Þetta er stuttur kafli úr ræðu Svavars Knúts, sem hann flutti við upphaf mótmælanna á Austurvelli síðdegis á mánudag. Einhver kann að segja að þar hafi verið samankominn þverskurður þjóðarinnar, meðan aðrir eru jafnvel þeirrar skoðunar að á Austurvelli síðdegis á mánudag hafi verið samankominn óaldarlýður, lýður 4.500 einstaklinga. En hvað veldur? Hvers vegna kemur allt þetta fólk saman þegar hagvísarnir sýna allir betri stöðu en í langan tíma? Enginn mótmælir að hér er hagvöxtur, enginn mótmælir að kaupmáttur hafi aukist, þetta liggur allt fyrir. Er þá eitthvað að? Meðalþyngd Göge og Gokke er eflaust ágæt. Hitt er augljóst að annar er of feitur, meðan hinn er kannski of léttur. Meðaltal af þyngd þeirra félaga segir í raun ekkert og er til einskis nýtanlegt. Sama er um kaupmáttinn. Kaupmáttur þeirra sem hækkuðu í launum um hundruð þúsunda á mánuði hækkaði meðaltalið nokkuð mikið. Kaupmáttaraukning sem það fólk fékk bætir ekki stöðu þeirra sem sættust á um þriggja prósenta hækkun og margt af því fólki hefur það ekki gott, þó meðalkaupmáttur hafi aukist. Ríkisstjórnin sem og stjórnarandstaðan er gagnrýnd. „Hroki, dónaskapur, dólgsháttur og fáránlegt yfirlæti eru ekki góð framkoma hjá nýrri ríkisstjórn. Ekki gamalli heldur, en hvað þá nýrri,“ sagði Svavar Knútur. Ljóst er að hann er ekki einn þessarar skoðunar. Þarna nefnir hann líka fyrrverandi ríkisstjórn, sem í dag er stjórnarandstaðan. Fólk sem starfar í stjórnmálum verður að taka þessi orð til sín. En gerir það það? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði þetta í samtali við Ríkissjónvarpið: „Það er sjálfsagt allur gangur á því hvers vegna menn eru óánægðir eins og þeir sem voru hér í dag. Sumum er ég sammála og sumum ekki. Ég sá til dæmis að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti, ég skil afstöðu þeirra mjög vel að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun. Svo eru einhverjir að mótmæla að þeirra flokkar séu ekki við völd og á vissan hátt hefur maður skilning á því líka.“ Í stað auðmýktar ákvað hann að kenna tvennu um mótmælin. Sveitarfélögunum, fyrir að semja ekki við tónlistarkennara, og svo blessaðri stjórnarandstöðunni fyrir fúllyndi yfir að vera ekki í ríkisstjórn. Hvort tveggja eflaust rétt, en ástæður þess að fólk kom saman á Austurvelli voru langtum fleiri og ristu eflaust dýpra en það sem forsætisráðherrann kaus að nefna í viðtalinu. Og það er hluti skýringarinnar. Ræðumaðurinn Svavar Knútur sagði jú: „Hroki, dónaskapur, dólgsháttur og fáránlegt yfirlæti eru ekki góð framkoma.“ Og það er örugglega rétt. Ljóst er að ekki eru allir á einu máli um hvort einhver og þá hver sýnir dólgshátt. Óaldarlýðurinn svokallaði eða stjórnmálafólkið. Trúlega verður áfram mótmælt.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun