Viðskipti erlent

Rekja eitt dauðsfall til galla í bíl

Óli Kristján Ármannsson / AP skrifar
Pallbílasala Dodge-umboðsins í Bloomfield Hills í Michigan í Bandaríkjunum.
Pallbílasala Dodge-umboðsins í Bloomfield Hills í Michigan í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/AP
Bílaframleiðandinn Fiat Chrysler hefur ákveðið að kalla inn um 67 þúsund pallbíla sem framleiddir voru árin 2006 og 2007 vegna galla í kveikibúnaði bílanna.

Í sumum tilvikum er ekki hægt að ræsa bílana og í öðrum fara þeir af stað þegar lyklinum er snúið í kveikjulásnum. Chrysler segir að tengja megi eitt dauðsfall gallanum.

Bílarnir sem kallaðir eru inn eru Dodge Dakota, Dodge Ram 1500, 2500, 3500 og Mitsubishi Raider, framleiddir frá júlí 2005 til júní 2006. Nærri 55 þúsundir bílanna eru sagðir vera í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×