Fyrsta kínverska flugvélin Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2015 12:15 Comac ARJ21-700 hefur sig til flugs. Fyrsta flugvélin sem hönnuð er og smíðuð í Kína var kynnt þarlendis síðasta þriðjudag. Vélin ber heitið Comac ARJ21-700 og stendur Comac fyrir Commercial Aircraft Corporation of China. Hún er ætluð til innanlandsflugs í Kína og getur tekið 70 til 90 farþega og hefur 3.700 kílómetra flugþol. Það tók 12 ár að þróa vélina og síðustu 6 ár hafa farið í að reynslufljúga henni. Þessi fyrsta vél verður í þjónustu kínverska flugfélagsins Chengdu Airlines. Vélin er afar lík McDonnell Douglas MD-10 og er þar engin tilviljun á ferð, því verksmiðjan sem vélin er smíðuð í hafði áður sett saman slíkar vélar fyrir McDonnell Douglas til sölu í Kína. Comac fyrirtækið kínverska er einnig að þróa smíði stærri flugvélar sem taka á 158 manns í sæti og stendur til að bjóða þá vél til sölu árið 2018. Á áttunda áratug síðustu aldar hófu kínverjar smíði eigin flugvélar, vélar sem fékk nafnið Shanghai Y-10, en hætt var við smíði hennar þó svo hún hafi farið í ein 130 tilraunaflug á árunum 1980 til 1984. Þegar vélin var tilbúin til fjöldaframleiðslu reyndist enginn markaður fyrir hana þar sem hún stóð öðrum vélum, sem kínversk flugfélög höfðu í sinni þjónustu, engan veginn snúning og þróun hennar því úrelt. Varð smíði hennar því sjálfhætt. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrsta flugvélin sem hönnuð er og smíðuð í Kína var kynnt þarlendis síðasta þriðjudag. Vélin ber heitið Comac ARJ21-700 og stendur Comac fyrir Commercial Aircraft Corporation of China. Hún er ætluð til innanlandsflugs í Kína og getur tekið 70 til 90 farþega og hefur 3.700 kílómetra flugþol. Það tók 12 ár að þróa vélina og síðustu 6 ár hafa farið í að reynslufljúga henni. Þessi fyrsta vél verður í þjónustu kínverska flugfélagsins Chengdu Airlines. Vélin er afar lík McDonnell Douglas MD-10 og er þar engin tilviljun á ferð, því verksmiðjan sem vélin er smíðuð í hafði áður sett saman slíkar vélar fyrir McDonnell Douglas til sölu í Kína. Comac fyrirtækið kínverska er einnig að þróa smíði stærri flugvélar sem taka á 158 manns í sæti og stendur til að bjóða þá vél til sölu árið 2018. Á áttunda áratug síðustu aldar hófu kínverjar smíði eigin flugvélar, vélar sem fékk nafnið Shanghai Y-10, en hætt var við smíði hennar þó svo hún hafi farið í ein 130 tilraunaflug á árunum 1980 til 1984. Þegar vélin var tilbúin til fjöldaframleiðslu reyndist enginn markaður fyrir hana þar sem hún stóð öðrum vélum, sem kínversk flugfélög höfðu í sinni þjónustu, engan veginn snúning og þróun hennar því úrelt. Varð smíði hennar því sjálfhætt.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira