Viðskipti erlent

Drykkjaframleiðendur loka verksmiðjum í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Coca-Cola hefur sagt um hundrað starfsmönnum af um 13 þúsund í Rússlandi.
Coca-Cola hefur sagt um hundrað starfsmönnum af um 13 þúsund í Rússlandi. Vísir/EPA
Drykkjarframleiðendurnir Coca-Cola, Pepsi og Carlsberg hafa tilkynnt lokanir á verksmiðjum fyrirtækjanna í Rússlandi. Fyrirtækin segja efnahagsaðstæður í Rússlandi vera ástæðu lokananna.

Fram kemur í tilkynningu frá Pepsi að fyrirtækið muni loka verksmiðju sinni nærri Moskvu í júní. Tæki verksmiðjunnar verða þó fluttar í aðra sem Pepsi rekur á svipuðum slóðum. Pepsi kynnti nýverið ársfjórðungsuppgjör sitt, en þeir sögðu tekjur hafa lækkað vegna efnahagsvandræðanna í Rússlandi.

Rússland er næst stærsti markaður Pepsi á eftir Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef Nasdaq.

Dótturfyrirtæki Coca-Cola Co., sem heitir Coca-Cola Hellenik, tilkynnti einnig nýverið að fyrirtækið muni loka verksmiðju sinni nærri Moskvu. Sögðu þeir ástæðuna vera efnahagsástandið í Rússlandi og veik staða Rúblunnar.

Pepsi hefur sagt um 400 starfsmönnum upp af 23 þúsund starfsmönnum fyrirtækisins í Rússlandi. Coca-Cola hefur sagt um hundrað starfsmönnum af um 13 þúsund.

Þar að auki hefur danska fyrirtækið Carlsberg tilkynnt lokun tveggja verksmiðja í Rússlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×