Handbolti

Stjarnan skrefi á eftir Fram | Afturelding vann HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Vilhelm
FH vann í kvöld sigur á Stjörnunni, 25-21, eftir að hafa verið með tveggja marka forystu í hálfleik. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur Hafnfirðinga með fimm mörk.

Stjarnan er nú tveimur stigum á eftir Fram í níunda sæti deildarinnar eftir sigur síðarnefnda liðsins á ÍR í kvöld. Efstu átta liðin komast áfram í úrslitakeppnina en Stjarnan og Fram mætast í lokaumferð deildarinnar.

Afturelding styrkti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með sigri á botnliði HK, 27-19, en Kópavogsliðið er þegar fallið í 1. deildina. Afturelding er með 35 stig í öðru sæti, þremur á eftir toppliði Vals.

ÍR kemur svo næst með 30 stig en FH er með 28 stig í fjórða sæti.

Stjarnan - FH 21-25 (11-13)

Mörk Stjörnunnar: Þórir Ólafsson 4, Ari Pétursson 3, Starri Friðriksson 3, Hilmar Pálsson 3, Sverrir Eyjólfsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Egill Magnússon 2, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1, Ari Magnús Þorgeirsson 1.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 5, Daníel Matthíasson 5, Magnús Óli Magnússon 5, Halldór Ingi Jónasson 4, Andri Berg Haraldsson 3, Andri Hrafn Hallsson 2, Þorgeir Björnsson 1.

Afturelding - HK 27-19 (11-10)

Mörk Aftureldingar: Böðvar Páll Ásgeirsson 4, Örn Ingi Bjarkason 4, Pétur Júníusson 4, Gunnar M. Þórsson 3, Jóhann Jóhannsson 3, Birkir Benediktsson 3, Elvar Ásgeirsson 2, Ágúst Birgisson 1, Árni Bragi Eyjólfsson 1, Gestur Ingvarsson 1, Kristinn Elísberg Bjarkason 1.

Mörk HK: Leó Snær Pétursson 6, Þorgrímur Smári Ólafsson 4, Atli Karl Bachmann 2, Daði Laxdal Gautason 1, Óðinn Þór Ríkarðsson 1, Tryggvi Þór Tryggvason 1, Þorkell Magnússon 1, Andri Þór Helgason 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×