Golf

Hoffmann leiðir enn á Bay Hill

Morgan Hoffmann hefur leikið frábærlega á Bay Hill.
Morgan Hoffmann hefur leikið frábærlega á Bay Hill. vísir/Getty
Bandaríkjamaðurinn Morgan Hoffmann leiðir á Arnold Palmer Invitational en eftir tvo hringi á Bay Hill vellinum er hann á 13 höggum undir pari, þremur höggum á undan næstu mönnum.

Hoffmann fékk að vita að amma hans hefði látist rétt áður en hann hóf leik á fyrsta hring í gær en síðan þá hefur hann leikið frábært golf.

Á eftir honum koma þeir Matt Every, Harris English og Henrik Stenson á tíu höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, er í sjötta sæti á átta höggum undir pari og gæti með góðum hring í dag blandað sér í baráttuna um sigurinn.

Bay Hill völlurinn hefur ekki reynst bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar eins erfiður og venjulega en miklar rigningar og mjúkar flatir hafa gefið mörgum þeirra tækifæri á því að skora vel.

Það verður því áhugavert að sjá hvað kylfingar blanda sér í baráttuna um sigurinn á morgun en þriðji hringur á Arnold Palmer Invitanional verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 16:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×