Handbolti

Snorri Steinn í sviðsljósinu í nýjasta myndbandi sonar Patreks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Eva Björk
Jóhannes Patreksson, sonur Patreks Jóhannessonar, þjálfara Hauka og austurríska landsliðsins í handbolta, hefur skilað af sér nýju flottu myndbandi en að þessu sinni tekur hann fyrir leikstjórnanda íslenska landsliðsins, Snorra Stein Guðjónsson.

Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið á kostum á fyrsta tímabili sínu með franska liðinu Sélestat Alsace HB en hann hefur skorað 103 mörk á tímabilinu til þessa.

Snorri Steinn kom sterkur til baka í síðasta leik eftir meiðsli og þar kom mikilvægi hans vel í ljós. Snorri Steinn skoraði sex mörk í sigri Sélestat en liðið tapaði öllum fimm leikjunum þar sem hann var frá vegna meiðsla.

Jóhannes Patreksson hefur vakið mikla athygli fyrir myndböndin sín að undanförnu og það er ekki hægt að sjá annað en að hann sé á góðri leið með að verða einn af fremstu myndbandasmiðum í handboltaheiminum.

Jóhannes setur myndböndin sín inn á Youtube-rásina IceHandball IH þar sem hann er duglegur að setja inn handboltamyndbönd. Þar má finn myndbönd með mönnum eins og Nikola Karabatic, Guðjóni Val Sigurðssyni og Aroni Pálmarssyni.

Hér fyrir neðan er nýjasta myndbandið með Snorra Steini Guðjónssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×