Handbolti

Ljónin komust upp að hlið Kiel á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson skoraði fjögur mörk í kvöld.
Alexander Petersson skoraði fjögur mörk í kvöld. Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löwen endaði fjögurra leikja sigurgöngu MT Melsungen í kvöld með sex marka heimasigri, 32-26.

Löwen gerði jafntefli við Kiel í toppslagnum um síðustu helgi en náði liði Alfreð Gíslasonar að stigum með þessum sigri í kvöld.Kiel er samt ennþá á toppnum á mun betri markatölu.

Alexander Petersson var rólegur framan af leik en skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum á lokakafla leiksins.

Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað en Uwe Gensgheimir var markahæstur með 11 mörk þar af komu fimm þeirra af vítalínunni.

Andy Schmid og Kim Ekdahl du Rietz voru báðir með sex mörk og þrjár stoðsendingar hjá Löwen-liðinu.

Það eru sex leikir eftir af þýsku deildinni og Löwen og Kiel eru bæði með 53 stig. Kiel er hinsvegar með 215 mörk í plús en Ljónin aðeins 174 mörk í plús.

Alexander og félagar þurfa því að vinna upp 41 mark á Kiel í síðustu sex umferðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×