Viðskipti erlent

Átján hundruð milljarða króna tap hjá GE

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Stjórnendur fyrirtækisins ætla að selja fjármálatengdan rekstur fyrirtækisins og leggja áherslu á iðnað.
Stjórnendur fyrirtækisins ætla að selja fjármálatengdan rekstur fyrirtækisins og leggja áherslu á iðnað. Vísir/Getty Images
Bandaríska fyrirtækið General Electric tapaði 13,5 milljörðum dala á fyrsta ársfjórðungi. Um þetta tilkynnti fyrirtækið í dag. Tapið er jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna.



Nýlega voru kynntar áætlanir fyrirtækisins um að selja fjármálahluta fyrirtækisins. Hyggst fyrirtækið leggja áherslu á iðnaðarhluta fyrirtækisins en 9 prósent vöxtur var á tekjum fyrirtækisins í iðnaðartengdri starfsemi.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×