Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Akureyri 24-22 | Björgvin sneri aftur með stæl Ingvi Þór Sæmundsson í Austurbergi skrifar 12. apríl 2015 10:53 Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR. vísir/vilhelm ÍR bar sigurorð af Akureyri, 24-22, í oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. ÍR mætir Aftureldingu í undanúrslitunum. ÍR-ingar voru með frumkvæðið framan af leik og voru jafnan fyrri til að skora. Björgvin Hólmgeirsson sneri aftur í lið ÍR og hann átti hvað stærstan þátt í að Breiðhyltingum tókst að komast yfir þá stóru hindrun sem Akureyrarliðið er. Björgvin skoraði átta mörk í leiknum, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Sturla Ásgeirsson átti einnig afbragðs leik og skoraði sjö mörk. Þá voru þeir Jón Heiðar Gunnarsson, Davíð Georgsson og Aron Örn Ægisson sterkir í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik. Björgvin skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en eins og öðrum leikmönnum ÍR gekk honum illa að finna leiðina framhjá Tomasi Olason, frábærum markverði gestanna sem varði nær helming þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik kom Sturla Ásgeirsson ÍR í þriggja marka forystu, 8-5, með marki af vítalínunni. Þá tóku Norðanmenn við sér, þéttu vörnina og sóknin fór að ganga betur. Gestirnir skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og leiddu að honum loknum, 12-13. Sama baráttan var í seinni hálfleiknum en bæði lið spiluðu fast og þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson áttu fullt í fangi með að halda stjórn á leiknum. Akureyringar voru meira og minna einum færri fyrstu 10 mínútur seinni hálfleiks en voru samt sem áður með góð tök á leiknum og náðu í tvígang þriggja marka forystu. En í stöðunni 14-17 kom frábær kafli hjá ÍR sem skoraði fimm mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 19-17. Vörnin var mjög öflug á þessum tíma en þrátt fyrir það var markvarslan engin, en markmenn ÍR vörðu fyrsta skot sitt í seinni hálfleik eftir 17 mínútna leik. Kollegi þeirra í marki Akureyrar hélt hins vegar áfram að verja og gestirnir jöfnuðu metin í 20-20. En ÍR-ingar sýndu mikinn styrk undir lokin, skelltu í lás í vörninni og Björgvin hélt áfram að gera Norðanmönnum lífið leitt hinum megin á vellinum. Hann skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum ÍR sem innbyrti að lokum tveggja marka sigur, 24-22. Björgvin og Sturla voru sem áður sagði markahæstir í liði ÍR. Heiðar Þór Aðalsteinsson átti flottan leik í liði Akureyrar, skoraði átta mörk og klikkaði ekki á skoti. Heimir Örn Árnason kom næstur með sex mörk.Björgvin: Ánægðastur með sigurinn Björgvin Hólmgeirsson átti stórleik þegar ÍR vann tveggja marka sigur á Akureyri í oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu. "Við unnum, ég er ánægðastur með það," sagði Björgvin hógvær í samtali við Vísi eftir leik. "Við náðum að stoppa þá í vörninni og fengum mörk í sókninni. Það var mjög ánægjulegt. "Þetta voru tvær sterkar varnir sem mættust hér. Akureyri vinnur yfirleitt á því að spila sterka vörn og hornamennirnir þeirra skora mikið úr hraðaupphlaupum. "En okkur gekk ágætlega að stoppa þá í dag," sagði Björgvin sem segist vera í ágætis ásigukomulagi þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli undanfarnar vikur. Hann segir að undirbúningur fyrir einvígið við Aftureldingu í undanúrslitum hefjist strax á morgun. "Mér líst bara mjög vel á það. Við byrjum að hugsa um einvígið á morgun."Davíð: Tók nokkrar mínútur að fínpússa vörnina "Þetta var stál í stál allan tímann og Akureyringar eru með hörkulið. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var," sagði Davíð Georgsson sem átti flottan leik í sigri ÍR á Akureyri í dag. Hann sagði að breyting á varnarleik ÍR hafi skipt sköpum en Breiðhyltingar fóru að spila 5-1 vörn í seinni hálfleik eftir að hafa leikið flata 6-0 í þeim fyrri. "Við skiptum um vörn í seinni hálfleik og það tók nokkrar mínútur að fínpússa hana. En svo fór hún að virka. "Það var líka mikilvægt að fá Aron (Örn Ægisson) aftur inn eftir meiðsli en hann var sterkur í vörninni. "Þegar vörnin fór í gang fengum við mörk úr hraðaupphlaupum og náðum yfirhöndinni á nýjan leik," sagði Davíð sem var að vonum ánægður með frammistöðu Björgvins Hólmgeirssonar sem sneri aftur í lið ÍR í dag og skoraði átta mörk. "Björgvin kom sterkur inn sem og Aron. ÍR-hjartað skein í gegn og menn fórnuðu sér í þetta," sagði Davíð að lokum.Heimir: Miklu betri handbolti en í fyrstu tveimur leikjunum Heimir Örn Árnason bar sig vel þrátt fyrir tap Akureyrar fyrir ÍR í Austurberginu í dag. "Þetta eru mikil vonbrigði en það var gaman að spila og stemmningin var frábær," sagði Heimir. "Þetta var miklu betri handbolti en í fyrstu tveimur leikjunum, miklu meiri tilþrif og áhorfendavænna. Hinir leikirnir voru bara lélegir að mér fannst. "Þetta var skemmtilegur leikur og þetta datt þeirra megin," sagði Heimir en leikurinn í dag var mjög harður. Heimir kippti sér lítið upp við það. "Svona á þetta að vera, brottvísanir og rauð spjöld. "Það sem þeir höfðu fram yfir okkur var að þeir höfðu ferksa menn sem voru að koma aftur eftir meiðsli. Maður er djöfulli ferskur þegar maður kemur aftur eftir meiðsli," sagði Heimir sem viðurkenndi að fjarvera dönsku skyttunnar, Nicklas Selvig, hefði haft mikið að segja. "Það munaði rosalega mikið um hann í spilinu í sókninni. Við vorum í tómu rugli í sókninni síðasta kortérið. Þetta var endalaust hnoð. Hann er góður skotmaður þótt hann sé nettur," sagði Heimir en hvað tekur við hjá honum? "Það kemur bara í ljós. Vonandi fer ég að sprikla meira í dómgæslunni og var hrikalega ánægður með Anton og Jónas í dag. Það er um að gera að prófa eitthvað nýtt í lífinu," sagði Heimir að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
ÍR bar sigurorð af Akureyri, 24-22, í oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. ÍR mætir Aftureldingu í undanúrslitunum. ÍR-ingar voru með frumkvæðið framan af leik og voru jafnan fyrri til að skora. Björgvin Hólmgeirsson sneri aftur í lið ÍR og hann átti hvað stærstan þátt í að Breiðhyltingum tókst að komast yfir þá stóru hindrun sem Akureyrarliðið er. Björgvin skoraði átta mörk í leiknum, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Sturla Ásgeirsson átti einnig afbragðs leik og skoraði sjö mörk. Þá voru þeir Jón Heiðar Gunnarsson, Davíð Georgsson og Aron Örn Ægisson sterkir í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik. Björgvin skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en eins og öðrum leikmönnum ÍR gekk honum illa að finna leiðina framhjá Tomasi Olason, frábærum markverði gestanna sem varði nær helming þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Þegar 17 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik kom Sturla Ásgeirsson ÍR í þriggja marka forystu, 8-5, með marki af vítalínunni. Þá tóku Norðanmenn við sér, þéttu vörnina og sóknin fór að ganga betur. Gestirnir skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og leiddu að honum loknum, 12-13. Sama baráttan var í seinni hálfleiknum en bæði lið spiluðu fast og þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson áttu fullt í fangi með að halda stjórn á leiknum. Akureyringar voru meira og minna einum færri fyrstu 10 mínútur seinni hálfleiks en voru samt sem áður með góð tök á leiknum og náðu í tvígang þriggja marka forystu. En í stöðunni 14-17 kom frábær kafli hjá ÍR sem skoraði fimm mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 19-17. Vörnin var mjög öflug á þessum tíma en þrátt fyrir það var markvarslan engin, en markmenn ÍR vörðu fyrsta skot sitt í seinni hálfleik eftir 17 mínútna leik. Kollegi þeirra í marki Akureyrar hélt hins vegar áfram að verja og gestirnir jöfnuðu metin í 20-20. En ÍR-ingar sýndu mikinn styrk undir lokin, skelltu í lás í vörninni og Björgvin hélt áfram að gera Norðanmönnum lífið leitt hinum megin á vellinum. Hann skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum ÍR sem innbyrti að lokum tveggja marka sigur, 24-22. Björgvin og Sturla voru sem áður sagði markahæstir í liði ÍR. Heiðar Þór Aðalsteinsson átti flottan leik í liði Akureyrar, skoraði átta mörk og klikkaði ekki á skoti. Heimir Örn Árnason kom næstur með sex mörk.Björgvin: Ánægðastur með sigurinn Björgvin Hólmgeirsson átti stórleik þegar ÍR vann tveggja marka sigur á Akureyri í oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu. "Við unnum, ég er ánægðastur með það," sagði Björgvin hógvær í samtali við Vísi eftir leik. "Við náðum að stoppa þá í vörninni og fengum mörk í sókninni. Það var mjög ánægjulegt. "Þetta voru tvær sterkar varnir sem mættust hér. Akureyri vinnur yfirleitt á því að spila sterka vörn og hornamennirnir þeirra skora mikið úr hraðaupphlaupum. "En okkur gekk ágætlega að stoppa þá í dag," sagði Björgvin sem segist vera í ágætis ásigukomulagi þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli undanfarnar vikur. Hann segir að undirbúningur fyrir einvígið við Aftureldingu í undanúrslitum hefjist strax á morgun. "Mér líst bara mjög vel á það. Við byrjum að hugsa um einvígið á morgun."Davíð: Tók nokkrar mínútur að fínpússa vörnina "Þetta var stál í stál allan tímann og Akureyringar eru með hörkulið. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var," sagði Davíð Georgsson sem átti flottan leik í sigri ÍR á Akureyri í dag. Hann sagði að breyting á varnarleik ÍR hafi skipt sköpum en Breiðhyltingar fóru að spila 5-1 vörn í seinni hálfleik eftir að hafa leikið flata 6-0 í þeim fyrri. "Við skiptum um vörn í seinni hálfleik og það tók nokkrar mínútur að fínpússa hana. En svo fór hún að virka. "Það var líka mikilvægt að fá Aron (Örn Ægisson) aftur inn eftir meiðsli en hann var sterkur í vörninni. "Þegar vörnin fór í gang fengum við mörk úr hraðaupphlaupum og náðum yfirhöndinni á nýjan leik," sagði Davíð sem var að vonum ánægður með frammistöðu Björgvins Hólmgeirssonar sem sneri aftur í lið ÍR í dag og skoraði átta mörk. "Björgvin kom sterkur inn sem og Aron. ÍR-hjartað skein í gegn og menn fórnuðu sér í þetta," sagði Davíð að lokum.Heimir: Miklu betri handbolti en í fyrstu tveimur leikjunum Heimir Örn Árnason bar sig vel þrátt fyrir tap Akureyrar fyrir ÍR í Austurberginu í dag. "Þetta eru mikil vonbrigði en það var gaman að spila og stemmningin var frábær," sagði Heimir. "Þetta var miklu betri handbolti en í fyrstu tveimur leikjunum, miklu meiri tilþrif og áhorfendavænna. Hinir leikirnir voru bara lélegir að mér fannst. "Þetta var skemmtilegur leikur og þetta datt þeirra megin," sagði Heimir en leikurinn í dag var mjög harður. Heimir kippti sér lítið upp við það. "Svona á þetta að vera, brottvísanir og rauð spjöld. "Það sem þeir höfðu fram yfir okkur var að þeir höfðu ferksa menn sem voru að koma aftur eftir meiðsli. Maður er djöfulli ferskur þegar maður kemur aftur eftir meiðsli," sagði Heimir sem viðurkenndi að fjarvera dönsku skyttunnar, Nicklas Selvig, hefði haft mikið að segja. "Það munaði rosalega mikið um hann í spilinu í sókninni. Við vorum í tómu rugli í sókninni síðasta kortérið. Þetta var endalaust hnoð. Hann er góður skotmaður þótt hann sé nettur," sagði Heimir en hvað tekur við hjá honum? "Það kemur bara í ljós. Vonandi fer ég að sprikla meira í dómgæslunni og var hrikalega ánægður með Anton og Jónas í dag. Það er um að gera að prófa eitthvað nýtt í lífinu," sagði Heimir að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira