Viðskipti erlent

Musk neitar að hafa skammað starfsmann fyrir að vera viðstaddur barnsburð

ingvar haraldsson skrifar
Elon Musk, forstjóri Tesla.
Elon Musk, forstjóri Tesla. vísir/getty
Elon Musk, forstjóri Tesla, þvertekur fyrir að hafa skammað starfsmann fyrir að hafa ekki mætt til vinnu því hann var viðstaddur fæðingu barns síns.



Washington Post
hefur birt setningar úr nýrri ævisögu Musk eftir viðskiptablaðamanninn Ashlee Vance. Í ævisögunni er haft eftir ónafngreindum starfsmanni Tesla að hann hafi fengið eftirfarandi tölvupóst frá Musk:

„Þú hefur enga afsökun. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Þú þarft að finna út hvað þú setur í forgang. Við erum að breyta heiminum og sögunni, annað hvort tekur þú þátt eða ekki.“

 Musk neitar að hafa látið ummælin falla í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á Twitter. „Það er algjört kjaftæði og særandi að halda því fram að ég hafi sagt náunga að missa af fæðingu barnsins síns til að mæta á fund. Ég myndi aldrei gera það.“

Musk bætti við að bókin hafi ekki verið yfirfarin af óháðum aðila sem kannaði hvort allt sem þar kæmi fram væri rétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×