Handbolti

Aron Rafn genginn í raðir Álaborgar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson er að fara til stórliðs í Danmörku.
Aron Rafn Eðvarðsson er að fara til stórliðs í Danmörku. vísir/vilhelm
Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er búinn að semja við danska stórliðið Álaborg til eins árs.

Þetta kemur fram á mbl.is, en Aron hefur undanfarin ár spilað með Guif frá Eskilstuna í Svíþjóð og staðið sig vel.

Aron hefur verið í aðalhlutverki hjá Guif en fær nú svakalega samkeppni um stöðuna í Danmörku.

Til Álaborgar er einnig að koma sænski markvörðurinn Andreas Palica sem spilar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel.

„Hann er kannski númer eitt,“ segir Aron við mbl.is um samkeppnina. „Það er bara mitt að sanna að ég sé betri en hann.“

Fram kemur að Aron hefji æfingar með Álaborg 20. júli, en hann verður væntanlega í eldlínunni með íslenska landsliðinu þegar það mæti Svartfjallalandi í Laugardalshöll 14. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×