Handbolti

Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Enginn Íslendingur er í stjörnuliði Meistaradeildarinnar sem kosið var af handboltaáhugamönnum á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins.

Eins og Vísir greindi frá voru Guðjón Valur Sigurðsson, hornamaður Barcelona, og Alexander Petersson, skytta Rhein-Neckar Löwen, tilnefndir ásamt Alfreð Gíslasyni sem kom til greina sem þjálfari ársins.

Þrír samherjar Guðjóns Vals; skytturnar Nikola Karabatic og Kiril Lazarov og hornamaður Víctor Tómas, voru allir kosnir í liðið.

Metþáttaka var í kosningunni í ár, en ríflega 44.000 manns tóku þátt að þessu sinni.

Einn samherji Alexanders, hornamaðurinn Uwe Gensheimer, er í liðinu, en hann spilaði stórvel með Ljónunum í Meistaradeildinni.

Gensheimer er eini leikmaðurinn í stjörnuliðinu sem tekur ekki þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar sem hefst á morgun. Hún verður í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.

Alfreð Gíslason náði ekki kosningu sem þjálfari ársins heldur Spánverjinn Talant Dusjebaev, þjálfari Kielce.

Sonur hans, Alex, sem leikur með Vardar í Makedóníu var svo kosinn besti ungi leikmaðurinn.

Stjörnulið Meistaradeildarinnar 2014/2015:

Markvörður: Roland Mikler, Veszprém

Vinstra horn: Uwe Gensheimer, RN Löwen

Vinstri skytta: Nicola Karabatic, Barcelona

Leikstjórnandi: Mikkel Hansen, PSG

Hægri skytta: Kiril Lazarov, Barcelona

Hægra horn: Víctor Tómas, Barcelona

Línumaður: Renato Sulic, Veszprém

Varnarmaður: Rene Toft Hansen, Kiel

Besti ungi leikmaðurinn: Alex Dusjebaev, RK Vardar

Besti þjálfarinn: Talan Dusjebaev, Kielce

44,000 of you had your say and this is what you came up with, the 2014/15 VELUX EHF Champions League All-star...

Posted by EHF Champions League on Friday, May 29, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×