Ásmundur á þingi í dag: "Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2015 22:40 Einn þingmaður situr á milli Birgittu og Ásmundar í þinginu. Vísir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, lék á als oddi og gantaðist við sætisfélaga sinn Jón Gunnarsson á þingi í dag. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. „Hann var frekar hress í dag,“ segir Birgitta. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi það um klukkan fjögur í dag að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi. Ásmundur hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann ældi yfir farþega í flugi WOW Air til Washington fyrr í maí. Tvennum sögum fer af því hvort þar hafi verið um að kenna veikindum eða ótæpilegri áfengisneyslu. Upplifun Birgittu stangast á við það sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi um klukkan hálf fimm í dag; að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi.„Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“Sjá einnig: Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkjuEkki getað talað við fjölmiðla sökum veikinda „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi um klukkan fjögur í dag. Að hennar sögn var Ásmundur greindur af lækni í dag og komið hafi í ljós að hann þjáist af alvarlegum magabólgum. Hann liggi fyrir mjög veikur og sé kominn í veikindaleyfi. Í frétt Vísis kemur fram að honum hafi verið skipað að hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag. Samkvæmt heimildum Vísis mætti Ásmundur Einar á þing í dag og tók þátt í atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar og tók þátt í að hafna sáttatillögu minnihlutans um dagskrárbreytingartillögu.Sjá einnig: Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikurValtur í vegabréfainnritun Veikindi Ásmundar létu á sér kræla í ferð utanríkismálanefndar Alþingis til Washington. Birgitta var einnig í þessari ferð en fór ekki í sama flugi út og Ásmundur. Hún umgekkst Ásmund ekki mikið í ferðinni en segist aldrei hafa orðið vör við að hann þyrfti að bregða sér útaf fundi nefndarinnar til að fara á klósettið. Þó telur hún hann hafa keypt sér magameðal í ferðinni. Vísir náði tali af Tinnu Margréti Jóhannsdóttur, farþega í sama flugi og Ásmundur, aftur í kvöld. Hún stendur við frásögn sína. Tinna var einn þeirra farþega sem Ásmundur ældi á. Tinna segist hafa séð Ásmund neyta rauðvíns í Keflavík fyrir loftak við reykingarsvæði flughafnarinnar. Hún hafi þar að óttast það að hann myndi falla í gólfið þegar kom að vegabréfaeftirliti sökum þess hversu valtur á fótunum Ásmundur var. Varst þú í fluginu sem fjallað hefur verið um síðustu daga? Endilega hafðu samband við ritstjorn@visir.is svo hægt sé að varpa ljósi á málið. Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, lék á als oddi og gantaðist við sætisfélaga sinn Jón Gunnarsson á þingi í dag. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. „Hann var frekar hress í dag,“ segir Birgitta. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi það um klukkan fjögur í dag að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi. Ásmundur hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann ældi yfir farþega í flugi WOW Air til Washington fyrr í maí. Tvennum sögum fer af því hvort þar hafi verið um að kenna veikindum eða ótæpilegri áfengisneyslu. Upplifun Birgittu stangast á við það sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Þórunn Egilsdóttir, tjáði Vísi um klukkan hálf fimm í dag; að Ásmundur Einar væri alvarlega veikur, hafi greinst með miklar magabólgur hjá lækni í dag, hann væri rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og kominn í veikindaleyfi.„Já, Jón Gunnarsson situr á milli mín og hans. Þeir voru að fíflast og gera grín að stjórnarandstöðumönnum,“ segir Birgitta. „Ég gat ekki séð að hann væri fárveikur. Ekki nema þá að hann sé mjög duglegur í að fela veikindi sín.“Sjá einnig: Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkjuEkki getað talað við fjölmiðla sökum veikinda „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi um klukkan fjögur í dag. Að hennar sögn var Ásmundur greindur af lækni í dag og komið hafi í ljós að hann þjáist af alvarlegum magabólgum. Hann liggi fyrir mjög veikur og sé kominn í veikindaleyfi. Í frétt Vísis kemur fram að honum hafi verið skipað að hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag. Samkvæmt heimildum Vísis mætti Ásmundur Einar á þing í dag og tók þátt í atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar og tók þátt í að hafna sáttatillögu minnihlutans um dagskrárbreytingartillögu.Sjá einnig: Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikurValtur í vegabréfainnritun Veikindi Ásmundar létu á sér kræla í ferð utanríkismálanefndar Alþingis til Washington. Birgitta var einnig í þessari ferð en fór ekki í sama flugi út og Ásmundur. Hún umgekkst Ásmund ekki mikið í ferðinni en segist aldrei hafa orðið vör við að hann þyrfti að bregða sér útaf fundi nefndarinnar til að fara á klósettið. Þó telur hún hann hafa keypt sér magameðal í ferðinni. Vísir náði tali af Tinnu Margréti Jóhannsdóttur, farþega í sama flugi og Ásmundur, aftur í kvöld. Hún stendur við frásögn sína. Tinna var einn þeirra farþega sem Ásmundur ældi á. Tinna segist hafa séð Ásmund neyta rauðvíns í Keflavík fyrir loftak við reykingarsvæði flughafnarinnar. Hún hafi þar að óttast það að hann myndi falla í gólfið þegar kom að vegabréfaeftirliti sökum þess hversu valtur á fótunum Ásmundur var. Varst þú í fluginu sem fjallað hefur verið um síðustu daga? Endilega hafðu samband við ritstjorn@visir.is svo hægt sé að varpa ljósi á málið.
Alþingi Tengdar fréttir Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23 #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Þingflokkur Framsóknar sleginn vegna vægðarlausrar umfjöllunar. 20. maí 2015 16:23
#ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15
WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21
WOW segir engan í áhöfn hafa brotið trúnað Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. 20. maí 2015 17:37