Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Bjarki Ármannsson skrifar 19. maí 2015 20:45 Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. Vísir Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Sjálfur sagði þingmaðurinn fyrr í dag að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu. Tinna Margrét Jóhannsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún segir það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi.„Kjaftæði“ að magakveisu hafi verið um að kenna „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjurnar út í málið eftir að Ásmundur ældi á hana og að þær hafi sagt henni að hann hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Langt var liðið á flugið til Washington þegar Ásmundur kastaði upp en Tinna segir að hún og vinkona hennar hafi báðar fengið ælu á sæti sín. Bandaríkjamaður rétt hjá hafi þó fengið mest á sig og þurft að skipta um föt. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. „Hann baðst ekki afsökunar eða neitt, hann lét bara eins og ekkert hefði í skorist.“Á leið til læknis vegna kveisunnar Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Í samtali við DV fyrr í dag þvertók hann hinsvegar fyrir að hann hafi verið ofurölvi í fluginu og kenndi veikindum um. Heimildir Nútímans herma svo að í fluginu hafi Ásmundur gefið þær skýringar að hann hafi drukkið ofan í svefnlyf. „Ég fékk einhverja magakveisu þennan dag og hélt engu niðri,” segir Ásmundur við DV. “Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvélinni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni.“ Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, hafa engar kvartanir borist til félagsins frá farþegum. Málið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í dag og netverjar slegið á létta strengi á Twitter með kassamerkinu #ásiaðfásér.#ásiaðfásér Tweets Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Sjálfur sagði þingmaðurinn fyrr í dag að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu. Tinna Margrét Jóhannsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún segir það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi.„Kjaftæði“ að magakveisu hafi verið um að kenna „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjurnar út í málið eftir að Ásmundur ældi á hana og að þær hafi sagt henni að hann hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Langt var liðið á flugið til Washington þegar Ásmundur kastaði upp en Tinna segir að hún og vinkona hennar hafi báðar fengið ælu á sæti sín. Bandaríkjamaður rétt hjá hafi þó fengið mest á sig og þurft að skipta um föt. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. „Hann baðst ekki afsökunar eða neitt, hann lét bara eins og ekkert hefði í skorist.“Á leið til læknis vegna kveisunnar Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Í samtali við DV fyrr í dag þvertók hann hinsvegar fyrir að hann hafi verið ofurölvi í fluginu og kenndi veikindum um. Heimildir Nútímans herma svo að í fluginu hafi Ásmundur gefið þær skýringar að hann hafi drukkið ofan í svefnlyf. „Ég fékk einhverja magakveisu þennan dag og hélt engu niðri,” segir Ásmundur við DV. “Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvélinni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni.“ Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, hafa engar kvartanir borist til félagsins frá farþegum. Málið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í dag og netverjar slegið á létta strengi á Twitter með kassamerkinu #ásiaðfásér.#ásiaðfásér Tweets
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira