Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Bjarki Ármannsson skrifar 19. maí 2015 20:45 Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. Vísir Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Sjálfur sagði þingmaðurinn fyrr í dag að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu. Tinna Margrét Jóhannsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún segir það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi.„Kjaftæði“ að magakveisu hafi verið um að kenna „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjurnar út í málið eftir að Ásmundur ældi á hana og að þær hafi sagt henni að hann hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Langt var liðið á flugið til Washington þegar Ásmundur kastaði upp en Tinna segir að hún og vinkona hennar hafi báðar fengið ælu á sæti sín. Bandaríkjamaður rétt hjá hafi þó fengið mest á sig og þurft að skipta um föt. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. „Hann baðst ekki afsökunar eða neitt, hann lét bara eins og ekkert hefði í skorist.“Á leið til læknis vegna kveisunnar Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Í samtali við DV fyrr í dag þvertók hann hinsvegar fyrir að hann hafi verið ofurölvi í fluginu og kenndi veikindum um. Heimildir Nútímans herma svo að í fluginu hafi Ásmundur gefið þær skýringar að hann hafi drukkið ofan í svefnlyf. „Ég fékk einhverja magakveisu þennan dag og hélt engu niðri,” segir Ásmundur við DV. “Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvélinni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni.“ Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, hafa engar kvartanir borist til félagsins frá farþegum. Málið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í dag og netverjar slegið á létta strengi á Twitter með kassamerkinu #ásiaðfásér.#ásiaðfásér Tweets Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Sjálfur sagði þingmaðurinn fyrr í dag að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu. Tinna Margrét Jóhannsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún segir það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi.„Kjaftæði“ að magakveisu hafi verið um að kenna „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjurnar út í málið eftir að Ásmundur ældi á hana og að þær hafi sagt henni að hann hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Langt var liðið á flugið til Washington þegar Ásmundur kastaði upp en Tinna segir að hún og vinkona hennar hafi báðar fengið ælu á sæti sín. Bandaríkjamaður rétt hjá hafi þó fengið mest á sig og þurft að skipta um föt. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. „Hann baðst ekki afsökunar eða neitt, hann lét bara eins og ekkert hefði í skorist.“Á leið til læknis vegna kveisunnar Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Í samtali við DV fyrr í dag þvertók hann hinsvegar fyrir að hann hafi verið ofurölvi í fluginu og kenndi veikindum um. Heimildir Nútímans herma svo að í fluginu hafi Ásmundur gefið þær skýringar að hann hafi drukkið ofan í svefnlyf. „Ég fékk einhverja magakveisu þennan dag og hélt engu niðri,” segir Ásmundur við DV. “Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvélinni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni.“ Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, hafa engar kvartanir borist til félagsins frá farþegum. Málið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í dag og netverjar slegið á létta strengi á Twitter með kassamerkinu #ásiaðfásér.#ásiaðfásér Tweets
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira