Handbolti

Helgi sem Alfreð og Aron vilja líklega gleyma

Aron Pálmarsson fær hér óblíðar móttökur hjá Piotr Grabarczyk.
Aron Pálmarsson fær hér óblíðar móttökur hjá Piotr Grabarczyk. vísir/getty
Pólska liðið Kielce endaði í þriðja sæti Meistaradeildarinnar í handknattleik eftir 28-26 sigur á Íslendingaliðinu Kiel. Aron Pálmarsson átti fínan leik, skoraði 2 mörk og lagði þau upp ófá.

Kielce hafði yfirhöndina mest allan leikinn og á köflum virtist sem áfallið sem Kiel varð fyrir í gær þegar liðið tapa undanúrslitunum gegn Veszprem væri of mikið.

Kiel sýndi þó karakter og vilja undir lokinn og Rune Dahmke fékk tækifæri til að jafna metin úr dauðafæri þegar rétt rúm mínúta var eftir. Slawomir Szmal, markvörður Kielce, varði hins vegar frá Dahmke og í stað þess að Kiel jafnaði komst Kielce tveimur mörkum yfir.

Það dugði pólska liðinu til sigurs og bronsið fór því í hendur Kielce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×