Handbolti

Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslendingar fagna í höllinni í gær.
Íslendingar fagna í höllinni í gær. Vísir/Ernir
Eftir vonbrigðin á HM í Katar í vetur varð ljóst að möguleikarnir sem Ísland hafði til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári snarminnkuðu.

Þeir eru þó ekki úr sögunni. Ísland komst í gær á EM í Póllandi og gæti með góðum árangri þar haldið Ólympíudraumi sínum á lífi.

„Einfaldast“ væri að vinna EM í Póllandi og fara til Ríó sem Evrópumeistari. En það eru einnig aðrir kostir í boði.

Möguleikarnir eru tveir:

Í fyrsta lagi að verða Evrópumeistari eða tapa úrslitaleiknum gegn heimsmeisturum Frakklands, sem hafa þegar tryggt sinn farseðil til Ríó.

* Evrópumeistararnir fara beint á ÓL í Ríó. Ef Frakkland, sem er komið á ÓL sem ríkjandi heimsmeistari, verður einnig Evrópumeistari fær silfurliðið á EM í Póllandi sæti Evrópumeistaranna á ÓL.

Í öðru lagi að fá annað þeirra tveggja sæta sem Evrópuþjóðum standa til boða í umspilskeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í byrjun apríl á næsta ári.

* Ísland kemst áfram í umspilskeppnina sem annað þeirra liða sem bestum árangri nær af þeim sem ekki eru þegar komnir áfram, annað hvort beint á ÓL eða í undankeppnina.

* Þau lið eru: Frakkland (heimsmeistari), Pólland (3. sæti á HM 2015), Spánn (4. sæti), Danmörk (5. sæti), Króatía (6. sæti) og Þýskaland (7. sæti).

* Það er betra fyrir Ísland ef eitt ofantaldra liða verður ekki Evrópumeistari. Ef eitt þeirra verður Evrópumeistari eða tapar fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum mun Slóvenía, sem náði 8. sæti á HM í Katar, komast í umspilskeppnina (Ísland fór þá leið inn á ÓL 2008 í Peking).

* Alls taka tólf lið þátt í umspilskeppninni. Liðin í 2.-7. sæti á HM í Katar komast í umspilskeppnina ásamt tveimur Evrópuþjóðum, tveimur Asíuþjóðum, einni Ameríkuþjóð og einni Afríkuþjóð.


Tengdar fréttir

Endurreisnin fullkomnuð í Laugardalshöll

Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í handbolta í röð með tólf marka sigri á Svartfjallalandi, 34-22, í Laugardalshöllinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×