Viðskipti erlent

Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins.
Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. Vísir/AFP
Hlutabréfamarkaðir í Kína héldu áfram að lækka í morgun, Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins eftir mesta hrun á hlutabréfamörkuðum þar í landi síðan 2007.

Á sama tíma hækkuðu markaðir í Ástralíu, Hong Kong, Japan og Suður-Kóreu. Miklar lækkanir á mörkuðum í gær höfðu áhrif um allan heim, meðal annars hér heima.

Viðbrögð fjárfesta á mörkuðum utan Kína í morgun gæti þetta merki um að fjárfestar efist um hin raunverulegu áhrif markaðshrunsins í Kína á efnahag annarra landa en batinn gæti líka einungis verið tímabundinn. 

Uppfært klukkan 8.00

Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent en ekki 7,7 prósent eins og sagði fyrst í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×