Handbolti

Frakkar tóku gullverðlaunin í Rússlandi

Vísir/Facebook-síða mótsins
Frakkland bar sigur úr býtum á Slóvenum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handbolta í dag. Sigur Frakka var afar öruggur en um tíma leiddi franska liðið með níu mörkum.

Franska liðið vann nokkuð sannfærandi sigur á Spánverjum í gær en á sama tíma náðu Slóvenar að snúa taflinu við á lokametrunum gegn Íslandi. Virkuðu slóvensku leikmennirnir örlítið orkulausir fyrir vikið í dag.

Franska liðið náði yfirhöndinni í leiknum strax á fyrstu mínútum og leiddu í hálfleik með þremur mörkum. Í seinni hálfleik voru úrslitin aldrei spurning en um miðbik hálfleiksins leiddi franska liðið þegar mest var með níu mörkum.

Slóvenska liðið reyndi að vinna upp muninn á seinustu tíu mínútum leiksins en tíminn var of naumur og lauk leiknum með 33-26 sigri franska liðsins.


Tengdar fréttir

Óðinn valinn í úrvalslið HM

Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×