Arnar: Við tökum Svarta Pétri fagnandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2015 13:30 Eyjamenn urðu meistarar í fyrra. vísir/stefán „Er þetta ekki bara jákvætt? Erum við ekki að gera eitthvað rétt þegar okkur er spáð fyrsta sæti?“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamönnum var spáð Íslandsmeistaratitilinum á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag, en ÍBV hefur styrkt sig vel fyrir tímabilið. „Við erum búnir að gera vel á leikmannamarkaðanum og menn eru ánægðir með það sem við erum að gera. Við tökum Svarta Pétur á kassann og tökum honum fagnandi,“ segir Arnar. „Það að vera spáð titlinum hefur alltaf verið ákveðinn Svarti Pétur. Það standa ekkert öll lið undir því. Það verður verkefni okkar leikmanna, sem eru þekktir fyrir vinnusemi og vilja, að standa undir þessari pressu.“Eigum töluvert í land Arnar tók við liðinu af Gunnari Magnússyni í sumar og er nú þegar búinn að vinna fyrsta titilinn, en Eyjamenn lögðu Haukana hans Gunnars í Meistarakeppni HSÍ. „Við eigum töluvert í land enn þá. Við þurfum tíma og einhverja leiki til að spila okkur í gang. Ég held að svo sé með öll lið. Þetta verður eflaust skrautlegt til að byrja með,“ segir Arnar um deildarkeppnina sem hefst á morgun. „Við erum að fara inn í langt tímabil. Þetta er langt tímabil og margir leikir.“ Hann spáir mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og liðin sem muni berjast verða þekktar stærðir. „Mér líst vel á þessa baráttu. Það eru fullt af flottum liðum þarna; Haukarnir eru stórveldi í íslenskum handbolta og eina liðið sem þekkir að verja titilinn. Þeir ætla sér það alveg örugglega,“ segir Arnar. „Valsmenn eru með gott lið og ég spái Aftureldingu líka titilbaráttu. Það er samt spurning hvernig þeim gengur að púsla þessu saman eftir að missa Örn Inga. Það er fullt af frábærum liðum.“Allir búnir að gleyma Kára-sögunni Kári Kristján Kristjánsson er kominn aftur heim til Eyja, en uppi varð mikið fjaðrafok þegar hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum og gekk í raðir Vals. „Kári er loksins kominn heim þar sem hann vill vera. Við erum löngu búnir að gleyma þessari sögu sem þú talar um. Það er virkilega gott að fá hann inn í þetta. Hann smellpassar inn í góðan hóp,“ segir Arnar Pétursson. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Er þetta ekki bara jákvætt? Erum við ekki að gera eitthvað rétt þegar okkur er spáð fyrsta sæti?“ segir Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Eyjamönnum var spáð Íslandsmeistaratitilinum á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag, en ÍBV hefur styrkt sig vel fyrir tímabilið. „Við erum búnir að gera vel á leikmannamarkaðanum og menn eru ánægðir með það sem við erum að gera. Við tökum Svarta Pétur á kassann og tökum honum fagnandi,“ segir Arnar. „Það að vera spáð titlinum hefur alltaf verið ákveðinn Svarti Pétur. Það standa ekkert öll lið undir því. Það verður verkefni okkar leikmanna, sem eru þekktir fyrir vinnusemi og vilja, að standa undir þessari pressu.“Eigum töluvert í land Arnar tók við liðinu af Gunnari Magnússyni í sumar og er nú þegar búinn að vinna fyrsta titilinn, en Eyjamenn lögðu Haukana hans Gunnars í Meistarakeppni HSÍ. „Við eigum töluvert í land enn þá. Við þurfum tíma og einhverja leiki til að spila okkur í gang. Ég held að svo sé með öll lið. Þetta verður eflaust skrautlegt til að byrja með,“ segir Arnar um deildarkeppnina sem hefst á morgun. „Við erum að fara inn í langt tímabil. Þetta er langt tímabil og margir leikir.“ Hann spáir mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og liðin sem muni berjast verða þekktar stærðir. „Mér líst vel á þessa baráttu. Það eru fullt af flottum liðum þarna; Haukarnir eru stórveldi í íslenskum handbolta og eina liðið sem þekkir að verja titilinn. Þeir ætla sér það alveg örugglega,“ segir Arnar. „Valsmenn eru með gott lið og ég spái Aftureldingu líka titilbaráttu. Það er samt spurning hvernig þeim gengur að púsla þessu saman eftir að missa Örn Inga. Það er fullt af frábærum liðum.“Allir búnir að gleyma Kára-sögunni Kári Kristján Kristjánsson er kominn aftur heim til Eyja, en uppi varð mikið fjaðrafok þegar hann kom heim úr atvinnumennsku fyrir tveimur árum og gekk í raðir Vals. „Kári er loksins kominn heim þar sem hann vill vera. Við erum löngu búnir að gleyma þessari sögu sem þú talar um. Það er virkilega gott að fá hann inn í þetta. Hann smellpassar inn í góðan hóp,“ segir Arnar Pétursson.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira