Innlent

Sjöunda tilraunin gerð til að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingabanka

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. visir/anton
Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem fjármála- og efnahagsráðherra er falið að útbúa lagafrumvarp um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingabanka.

Markmið tillögunnar er að lágmarka hættu þjóðarbúsins vegna bankareksturs og minnka líkur á tjóni almennings af völdum áfalla í bankastarfsemi. Þetta er í sjöunda sinn sem tillagan er lögð fram á Alþingi en hún hefur aldrei náð fram að ganga.

Í greinargerð tillögunnar nú segir að með því að blanda saman almennri bankastarfsemi og hinum áhættusækna fjárfestingarbankarekstri skapast hætta á að tjón vegna fjárfestinga sem farið hafa í súginn lendi á almenningi í stað þess að það hafni allt og óskipt hjá þeim sem gerðu hinar áhættusömu ráðstafanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×